Háskóli lífs og lands

Árleyni 22, 112 Reykjavík

Keldnaholt

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Upplýsingar

Verið velkomin í LbhÍ. Við bjóðum ýmsa námsmöguleika á sviðum sjálfbærrar nýtingar auðlinda, landbúnaðar, náttúru-, skóg- og umhverfisfræða, skipulags og hönnunar í litlum og persónulegum skóla. Sérstaða okkar er nám við kjöraðstæður þar sem hver einstaklingur skiptir máli en aðgengi nemenda að kennurum og stoðþjónustu er afar gott og leggur starfsfólk mikinn metnað í að vera til staðar fyrir nemendur eftir fremsta megni.

Námsbrautir skólans skiptast á þrjú fagsvið; Ræktun og fæðuNáttúru og skóg og Skipulag og hönnun.

Í grunnnámi eða bakkalár námi er boðið uppá búvísindi. landslagsarkitektúr, náttúru- og umhverfisfræðiskógfræði og hestafræði. Einnig er hægt að mennta sig til framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi og bjóðum við líka uppá meistaranámsbraut í skipulagsfræði og alþjóðlega braut í norðurslóðafræðum sem og einstaklingsmiðað framhaldsnám. Þá er einnig boðið uppá búfræði sem er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi.

Skólinn býður upp á öflugt fjarnám í mörgum áföngum með reglulegum staðlotum en einnig myndast góð stemning í staðnámi en nemendafélög skólans standa fyrir skemmtilegu félagslífi yfir skólaárið. 

Á Hvanneyri eru nemendagarðar í göngufæri við skólann með fjölbreyttum búsetukostum sem henta jafnt einstaklingum, pörum eða fjölskyldufólki. Einnig er í þorpinu bæði leikskóli og grunnskóli. 

Keldnahot er starfsstöð skólans í Reykjavík þar er aðstaða fyrir starfsfólk og rannsóknir.