Landvélar ehf

Landvélar ehf

Fjölbreytt þjónusta - Áratuga reynsla

Mán - fim 08:00 - 18:00
Föstudagur 08:00 - 17:00
Stjörnur
Nýjustu ummælin

Vilji til að leysa málin, áreiðanleiki og góðar vörur og efni

Hef mjög góða reynslu af viðskiptum við Landvélar til margra ára. Ég er ekki stór viðskiptavinur en hef alltaf fengið mjög góða þjónustu. Mikið úrval af vandaðri vöru til að leysa fjölbreytt vandamál. Einstaka sölumenn mættu samt kannski setja upp bros stöku sinnum því tækni þarf ekki að vera alvarleg :-)

- Ingimundur Þór Þorsteinsson

Sjá öll ummæli (1)
- Verkstæði
- Þjónustusími utan opnunartíma
- Ingvar Bjarnason framkvstj
- Snæþór Unnar Bergsson verslunarstjóri
Upplýsingar

 

         Slöngusmíði – sérsmíði og samsetning:

Sú starfsemi Landvéla sem er flestum kunn er smíði, pressun og samsetning á háþrýstislöngum, börkum og rörum.  

 

         Fagleg tækniþjónusta og ráðgjöf:

Hönnum, teiknum  og smíðum háþrýst vökvakerfi, vökvadælustöðvar og skyldan búnað. 

 

         Traustir samstarfsaðilar:

Fremst meðal jafningja eru fyrirtæki eins og Bosch Rexroth, Parker, SKF, Dunlop Hiflex, Hansa Flex,  Merlett, Kemppi, Elga og ABUS    

 

         Sérfræðingar í legum og drifbúnaði:

Landvélar er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir SKF drifbúnað, legur, þéttingar og smurkerfi.  Hjá SKF má einnig finna úrval sérhæfðra verkfæra fyrir legur og drifbúnað.  

 

         Öflug þjónusta við vélsmiðjur og verkstæði:

Sem umboðsaðilar Kemppi og Elga veitum við ráðgjöf og þjónustu varðandi alla rafsuðu, suðuvélar og suðuvír ásamt viðeigandi öryggis- og hreinsibúnaði. 

 

         Dælur í öll verk: 

Vatns-, efna-, loft- og rótordælur, ásamt háþrýstidælur og  fylgihlutir fyrir allar gerðir af dælubúnaði. 

 

         Verkstæði í fremstu röð:

Okkar sterkasti bakhjarl er öflugt og vel tækjum búið þjónustuverkstæði, sérhæft í  smíði og viðhaldi á vökvadælum, dælustöðvum, gírum og stjórnlokum.  Þá sérsmíðum við og beygjum öll almenn háþrýstirör o.fl.  

 

         Sterkir fyrir norðan.

Dótturfyrirtæki Landvéla á Akureyri er Straumrás hf,.  Rótgróið fyrirtæki sem þekkir sinn heimamarkað vel og nýtur nálægðar við öfluga útgerð og iðnað norðan heiða.  Straumrás er til húsa að Furuvöllum 3 á Akureyri.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt