Lota er leiðandi verkfræði- og ráðgjafafyrirtæki með áherslu á háspennuhönnun, orkuiðnað og stýrikerfi. Við bjóðum einnig upp á sérhæfða ráðgjöf í lýsingarhönnun, innivist, brunahönnun og öryggishönnun ásamt faglegri stjórn verkefna og framkvæmda. Starfsemin okkar, sem hófst árið 1960, byggir á áratuga reynslu og sérfræðiþekkingu sem tryggir framúrskarandi þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.
Við í Lotu erum fjölbreyttur hópur ástríðufólks fyrir verkfræðinni – fólk sem finnur nýjar lausnir á krefjandi verkefnum, án takmarkana. Okkar markmið er að einfalda, skýra og bjóða upp á áreiðanlegar lausnir sem nýtast jafnt einkageiranum sem og hinu opinbera.