Malbikstöðin ehf - skrifstofa

Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi

Kennitala: 540504-4660

Opið til 16:00

Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi

Malbikstöðin ehf - skrifstofa

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Opið til 16:00

Upplýsingar

Malbikstöðin framleiðir hráefni til malbiksframkvæmda með áherslu á gæði, þjónustu og umhverfissjónarmið. Með nýjum búnaði, virku gæðakerfi og eftirfylgni utanaðkomandi sérfræðinga tryggjum við að áherslur fyrirtækisins séu hafðar að leiðarljósi.

Malbikstöðin er leiðandi í umhverfisvænni framleiðslu malbiks á Íslandi. Nýr tækjabúnaður gerir fyrirtækinu kleift að framleiða malbik með allt að 60% endurunnu malbiki. Umhverfisstefna fyrirtækisins miðar að því að draga enn frekar úr kolefnislosun við framleiðslu á malbiki með því að skipta út díselolíu fyrir Metan við framleiðslu malbiks.

Við rekum okkar eigin rannsóknarstofu sem er stór liður í að tryggja gæði framleiðslunnar. Hágæða tækjabúnaður á rannsóknarstofunni stuðlar jafnframt að þróun á vörum fyrirtækisins.

Við leggjum metnað í að skapa faglegt og hvetjandi vinnuumhverfi ásamt því að viðhafa menningu byggða á virðingu, metnaði og liðsheild.