Kennitala: 620506-0360
620506-0360
La Primavera er ítalskur veitingastaður í Marshallhúsinu, Grandagarði 20, 101 Reykjavík. Á La Primavera sameinast matarhefð úr Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.
La Primavera hóf rekstur sinn í Húsi verslunarinnar árið 1993 en þann 22. mars 1996 flutti staðurinn á 2. hæð Austurstrætis 9 í Reykjavík og var starfræktur þar óslitið til ársins 2011. Þann 2. nóvember 2018 opnaði La Primavera aftur, á 25 ára afmæli sínu, í Marshallhúsinu.
Á virkum dögum er boðið upp á annars vegar hádegisseðil frá 11:30–14:00 og hins vegar kvöldseðil frá 18:00–22:30 – sem jafnframt er í boði á laugardögum og sunnudögum.