Brúarvogi 2, 104 Reykjavík

Matartíminn

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Upplýsingar

Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið leggur mikinn metnað í að auka hlut íslenskra afurða á borðum skólabarna þá sér í lagi íslenskt grænmeti, kjöt og fisk. Sér veitingasvið er starfrækt í höfustöðvum fyrirtækisins undir ötulli stjórn fagaðila og sérfræðinga.  Mikil framleiðslugeta er fyrir hendi og getur fyrirtækið tekið að sér fjölbreytt verkefni.

Fyrirtækið leggur mikið upp úr því að fullnýta alla uppskera grænmetisbænda og sjá til þess að engin matarsóun eigi sér stað.

Grænmetisbændur leggja inn uppskeru til Sölufélags garðyrkjumanna og félagið leggur síðan allan sinn metnað í að koma vörunni á sem bestan og ódýrastan hátt til neytenda. Með öflugri stjórn og skilvirku og einföldu markaðskerfi skilar um 90% af heildsöluverði vörunnar sér til framleiðenda. Markmiðin eru einföld og byggjast á reynslu og þekkingu framleiðenda, sölu- og markaðssfólks ásamt gæðavitund íslenskra neytenda.

 Íslenskt grænmeti er hollt, ferskt og bragðgott. Hár gæðastaðall er í raun vörumerki íslensks grænmetis. Nálægð við markaðinn gerir það að verkum að ávallt líður stuttur tími frá framleiðslu til dreifingar. Pökkun grænmetisins er ekki síst sá þáttur sem snýr að gæðum og markmiðið er að bragðið og ferskleikinn haldi sér. Hollustan í íslensku grænmeti er augljós. Ómengað vatn, hreint loft og jarðvegur án allra aukaefna gerir íslenskt grænmeti bragðgott, hollt og ferskt.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt