Mathús Garðabæjar
Stjörnur
Nýjustu ummælin

toppstaður

- Kristín Sigfríður Garðarsdóttir

Sjá öll ummæli (5)
Upplýsingar

Um okkur

Að Mathúsi Garðabæjar standa tveir reyndir matreiðslumenn, Stefán Magnússon, Þorkell Garðarsson ásamt framreiðslumanninum Róberti Rafni Óðinssyni.

Við höfum ennfremur fengið til liðs við okkur úrvals fólk, bæði í eldhús og sal, sem mun aðstoða okkur við að láta drauminn rætast um að reka lifandi og eftirsóttan veitingastað í hjarta Garðabæjar.

Stefán hefur löngum átt þann draum að opna fjölskylduvænan veitingastað með fyrsta flokks matargerð á þessu svæði og loks er sá draumur orðinn að veruleika.

Margt afar gott fólk hefur lagt hönd á plóg við gerð staðarins og má þar sérstaklega nefna Klöru Sigríði Thorarensen hjá Heimahúsinu, Inga Helgason hjá Lumex, Hauk Sigurðsson úrvalssmið hjá Erku ehf. og Steindór Þórarinsson hjá Viva La Vida - design, fyrir að sjá um allar tæknilegar útfærslur, líkt og gerð heimasíðu og vörumerkis. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.

ELDHÚSIÐ Í MATHÚSINU

Mathús Garðabæjar er fjölskylduvænn veitingastaður sem býður upp á vandaðan mat, sem matreiddur er úr fyrsta flokks hráefni. Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á daginn er boðið uppá fisk, kjötmeti og súpu dagsins sérvalið eftir því hvað er ferskast hverju sinni ásamt hefðbundnum matseðli.

Kaffisérfræðingar Kaffitárs hafa hannað sérvalda úrvals kaffiblöndu fyrir Mathús Garðabæjar og því ekki amalegt að renna því niður með nýbökuðum kökum og bakkelsi.

BRUNCH HLAÐBORÐ

Um helgar erum við með alvöru „brunch“ hlaðborð frá kl. 11.30 - 16.00. Rík áhersla er lögð á að koma til móts við blessuð börnin, bæði hvað snertir mat og afþreyingu. Í því sambandi höfum við hannað einstakt krakkaherbergi.

Staðurinn bíður einnig uppá flotta setustofu þar sem gestir geta sest, slappað af, fengið sér drykk og horft á boltann ef svo ber undir.

VEISLUÞJÓNUSTA

Við hjá Mathúsi Garðabæjar bjóðum einnig upp á að matur sé sóttur og tekinn með heim ásamt almennri veisluþjónustu. Minni veislur, fyrir um 20-40 manns, verður hægt að halda á staðnum á prívat svæði með öllu tilheyrandi. Matreiðslumenn staðarins eru með margra ára reynslu í veislum af öllum stærðum og gerðum.

Opnunartími eldhúss er frá 11.30 til 22.00 alla daga og staðurinn opinn til 23.00 alla daga.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt