Veitingahús og kokteilbar

Nostra Veitingahús

Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Kennitala: 610916-1120

VSK Númer: 126981

Lokað

Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Nostra Veitingahús

Lokað

Stjörnur og ummæli

Upplýsingar

Nostra er íslenskur veitingastaður með áherslur á árstíðarbundna matseðla unna úr fersku íslensku hráefni

OPIÐ ÞRIÐJUDAGA TIL LAUGARDAGA FRÁ 17:00 TIL 11:00
GLEÐISTUND (HAPPY HOUR) FRÁ 17:00 TIL 19:00

Við bjóðum gestum okkar upp á ógleymanlega matarupplifun þar sem ferskt íslenskt hráefni er í fyrirrúmi og borið á borð af ástríðu. Matur, náttura og listir eru okkar ástríða. Maturinn er eins og náttúran og listirnar, margs konar og breytist eftir tíma og sjónarhorn

      


Við erum forvitin, hugfangin og metnaðarfull í matargerðinni. Við viljum að þér líði vel hjá okkur og að þú finnir fyrir framúrskarandi þjónustu, þar sem við höfum með natni unnið að smáatriðunum og nostrum við þig frá því þegar þú kemur inn á staðinn, færð þér sæti við borðið og nýtur umhverfissins. 

Við erum stolt af vínpörun okkar sem Árni Kristjánsson vínþjónn sá um að útfæra. Vínpörunin upphefur matinn og lyftir matarupplifuninni í nýjar hæðir.  Á Artson, hanastéls-bar Nostra sjóða barþjónar okkar niður sýróp á hverjum degi, þeir bragðbæta áfengi og útbúa sína eigin bittera. Þessi áræðni gerir það að verkum að kokteilar Artson eru með þeim ferskustu í Reykjavík.

  

Við stuðlum að sjálfbærni, flokkum vel og gerum okkar besta til þess að takmarka matarsóun. Við ræktum matjurtir, salöt og æt blóm í okkar eigin gróðurrými inni á veitingastaðnum með aðstoð frá Hafberg í Lambhaga. Við erum í góðu samstarfi með íslenskum ræktendum og bændum, förum reglulega út í náttúruna til þess að sækja hráefni eins og þangskegg, spánarkerfil og blóðberg. Allt þetta gerum við með það að markmiði að fá sem mest ferskt og lífrænt hráefni í anda “locavore” og "farmed to fork" hugsjónar.

Við hlökkum til að taka á móti þér.

Bókaðu borð   

 

Nánari upplýsingar má finna á: nostrarestaurant.is

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt