Ármúla 8, - 2.hæð til hægri, 108 Reykjavík
Kennitala: 630418-0700
630418-0700
Virðisaukandi samvinna með NTI
NTI er þjónustu-, ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtæki fyrir hönnuði og frumkvöðla.
Við veitum arðbæra ráðgjöf ásamt auknu öryggi og bættum gæðum frá hönnun til afhendingar fyrir mannvirkja-, framleiðslu-, verksmiðju-, kvikmynda- og leikjaiðnaðinn.
Sérfræðingar okkar eru upplýsandi og hvetja fólk og fyrirtæki innan mannvirkjasviðs, vöruhönnunar og framleiðslu um alla Evrópu.
NTI er áreiðanlegur og heiðarlegur samstarfsaðili stafrænna innleiðingar fyrir almennan iðnað. Leiðbeinandi höldum við viðskiptavinum okkar um stöðugt upplýstum um endurnýjanir og nýsköpun á sjálfbæran hátt, sem skilar sér í hraðari og skilvirkari vinnuflæði og heldur þeim fremstum á meðal jafningja á sínu sviði.
NTI er viðurkenndur fyrir mikla sérþekkingu á BIM, CAD, CAM, GIS, þrívíddarhönnun og skönnun, stafrænni hönnun og er viðurkenndur Autodesk Platinum þjónustuaðili.
Við miðlum þekkingu, fræðslu og ráðgjöf ásamt hugbúnaði.
Autodesk Construction Cloud (ACC)
Autodesk Construction Cloud (áður þekkt sem ”BIM 360”) er skýþjónusta fyrir öfluga yfirsýn og stjórn á ferlum fyrir hönnuði, eigendur, framkvæmdaaðila ofl.. Stóraukið gegnsæi, öryggi og gegnsæi hvort það er gögn, útgáfustýring, samskipti, rýni, skýrslur eða verkefna- og kostnaðarstjórnun.
AutoCAD og CAD:
AutoCAD er þekktasti CAD hugbúnaðurinn hjá Autodesk. AutoCAD var þróað (í Svíþjóð) og kom fyrst út í desember 1982 sem skjáborðsforrit sem keyrði á örtölvum með innri grafíkstýringu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar. Nú fylgir AutoCAD öflugt verkfærasett Map 3d, Electrical, Plant 3d, Architecture, Raster design ofl..
BIM með ACC, Revit, Civil 3D, Forma ofl. (AEC Collection)
Það þekkja flestir í byggingaiðnaðinum um hvað BIM (Building Information Model) snýst. Vel þekkt hjá NTI og Autodesk og eru við leiðandi þegar kemur að verkferlum, skýþjónustu og hugbúnaði fyrir hönnuði, framkvæmdaaðila og eigendur.
Inventor, Vault og Fusion (PD&M Collection)
Framleiðslu- og verksmiðjuiðnaðurinn heldur áfram að vaxa og með fjórðu iðnbyltingunni, sjálfvirknivæðingu, gervigreind og fleira þessu tengdu er NTI og Autodesk með tærnar þar sem aðrir hafa hælana. Sívaxandi kröfur um bætta framlegð, styttingu og öryggi hönnunar og ábyrgð er daglegt brauð sem við fáumst við með viðskiptavinum okkar.
Maya og 3ds Max (M&E Collection)
Maya og 3ds Max hafa verið leiðandi í kvikmynda-, tölvuleikja og skemmtiiðnaðinum þegar kemur að hugbúnaði fyrir listamenn og aðra tæknimenn í heimi ævintýra. Það er varla framleidd “Hollywood block buster” án þess að Autodesk hugbúnaður komi þar við sögu. Þekktustu tölvuleikjafyrirtæki hér á landi og víðar nýta krafta hugbúnaðar frá Autodesk.
NTI ehf. er einnig þjónustu og dreifingar aðili eftirfarandi:
MagiCAD, Bluebeam, Solibri, FARO ofl.