Suðurlandsbraut 6 6.hæð, 108 Reykjavík

Optima

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Stjörnur og ummæli

Upplýsingar

Optima var stofnað 1953 og hefur starfað óslitið síðan.  Optima er leiðandi í sölu á prentlausnum og prentbúnaði og hefur átt í farsælu samstarfi við Ricoh í rúm 50 ár, áður Nashuatec. Hjá Optima starfar reyndur hópur sérfræðinga og tæknimanna sem leysa fjölbreytt verkefni hjá mörgum af kröfuhörðustu viðskiptavinum landsins.

Flaggskip Optima er Prentský, miðlægt og aðgangsstýrt prentumhverfi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja. Einnig bjóðum við rekstrarvöru í flestar gerðir prentbúnaðar ásamt pappír.

Hjá okkur færðu hina sívinsælu og sígildu Bisley skápa sem hafa reynst frábærlega á íslenskum markaði í áratugi. Fjölbreytt úrval af skjalaskápum, munaskápum og starfsmannaskápum, í öllum regnbogans litum.

Öryggislausnir eru einnig allsráðandi hjá Optima, við bjóðum öryggisskápa í öllum stærðum og gerðum, allt frá minnstu skápum fyrir heimili til stærstu skápa í fyrirtæki. Eldtefjandi skápar, uppgjörsskápar og seðlahólf fyrir verslanir.

Kynntu þér vöruúrvalið í netverslun okkar eða kíktu við og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér.

 

Á skrifstofum okkar í Reykjavík og Akureyri er að finna glæsilega sýningarsali með öllu því helsta sem við bjóðum upp á. 

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt