Orka ehf

Stórhöfða 37, 110 Reykjavík

Kennitala: 640805-0720

Lokað | Opnar 08:00

Stórhöfða 37, 110 Reykjavík

Orka ehf

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 08:00

Um Orka ehf


HÉR getur þú bókað tíma í bílrúðuskipti



Sérfræðingar í bílrúðum

Fyrirtækið rekur eitt stærsta og sérhæfðasta rúðuverkstæði landsins og státar sig af áralöngu samstarfi við vottaða original framleiðendur. Innan veggja Orku starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem leggja allir sitt af mörkum. Þar má m.a. nefna fagmenn með áratuga reynslu af þjónustu í bílageiranum, menntaða meistara í bifreiðasmíðum, sérfræðinga í bílamálun og lakksérfræðinga sem hafa sótt námskeið víðsvegar um Evrópu. Orka ehf. sérhæfir sig í bílrúðum, bílrúðuskiptum og öllu því helsta sem viðkemur þeim.

Málningarvörur

Úrval málningarvara hjá Orku hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og hefur úrvalið aldrei verið meira. Það má rekja til sterkra tengsla við erlenda birgja á borð við stærsta lakkframleiðanda heims, PPG. Á heimasíðu og í verslun Orku má finna allt fyrir rekstur sprautuverkstæða sem og vörur fyrir áhugafólk og bílaeigendur. Þar má m.a. nefna breitt úrval af bílalakki, sprautukönnum, slípivörum, rekstrarvörum og verkfærum.

Bílahreinsivörur

Við bjóðum upp á öflugar hreinsivörur frá breska framleiðandanum Roar. Sérstaða hreinsivaranna frá Roar er “one step” þrifatæknin og því er ekki þörf á að versla ótalmargar vörur til þess að hafa bílinn tandurhreinan og glansandi. Allar hreinsivörur má nálgast á vefverslun okkar www.orka.is eða í verslun okkar á Stórhöfða 37.

Bílalyftur

Við bjóðum upp á breytt úrval af bílalyftum í ýmsum stærðum og gerðum fyrir verkstæði og bílaeigendur. Hægt er að skoða úrvalið á vefverslun okkar www.orka.is.

Fagfólk í yfir 75 ár

Fyrirtækið Orka ehf. var upphaflega stofnað árið 1944 og byggir því á gömlum og grónum grunni. Orka ehf leggur mikið upp úr því að leita sífellt leiða til þess að bæta starfsemi sína í takt við tímann með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi. Markmið Orku ehf. er að veita sífellt framúrskarandi þjónustu eftir því sem þekking þess frábæra starfsfólks sem starfa hjá fyrirtækinu leyfir.

Bílrúður - Málningarvörur - Bónvörur - Bílalyftur - Verkfæri - Réttingartól - Orkaehf.is - Bilrudur.is - Orka.is