Orkusalan
Framúrskarandi fyrirtæki
Samfélagsmiðlar
Kennitala 560306-1130
VSK Númer 92602
Vegvísun
Vista sem tengilið
Fyrirtækjaskrá
Bæta skráningu
- Þjónustuver opið alla virka daga frá kl 8-16
Stuð um allt land

 

Rafbraut um Ísland

Ísland er í lykilstöðu til að leiða rafbílabyltingu heimsins.  Því tekur Orkusalan af skarið og gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla. Þetta gerum við með það að leiðarljósi að auka þjónustu við rafbílaeigendur og gera þeim kleift að keyra hringinn í kringum landið, ávallt með fullan rafgeymi. Verkefnið er einstakt á heimsmælikvarða og risastórt skref í átt að rafbílavæddu Íslandi, með minni útblæstri og meiri virðingu fyrir náttúrunni.

 

 

 

Við gefum grænt ljós

Orkusalan gerir nú öllum viðskiptavinum sínum mögulegt að fá svokallað Grænt ljós þar sem öll raforkusala er vottuð 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Við höfum gert samkomulag við Landsvirkjun sem gerir okkur kleift að staðfesta að öll raforka sem seld er til viðskiptavina sé 100% endurnýjanleg. Það felur í sér tækifæri fyrir viðskiptavini til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun getur skipt máli. Orkusalan vill þannig hjálpa viðskiptavinum sínum að styðja við vinnslu endurnýjanlegrar orku ásamt því að auka samkeppnishæfni þeirra.

 

Nánar>>

 

 

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt