671106-0670
Um Össur
Össur er leiðandi heilbrigðistæknifyrirtæki á alþjóðamarkaði sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana.
Margir þurfa að lifa með líkamlegri fötlun af völdum sjúkdóma eða aflimunar. Okkar hlutverk er að gera því fólki kleift að njóta sín til fulls með bestu stoð- og stuðningstækjum sem völ er á. Áratuga þróunarstarf hefur skapað mikla þekkingu, sem gerir okkur kleift að rækja þetta hlutverk sífellt betur. Við viljum að vörur okkar og þjónusta fari fram úr væntingum viðskiptavina, því aðeins þannig verður Össur áfram leiðandi á sínu sviði.
Á Íslandi býður Össur viðskiptavinum sínum upp á alhliða stoðtækjaþjónustu, þar á meðal sérsmíði á gervifótum og -höndum. Stoðtækjaþjónusta Össurar sérhæfir sig einnig í að veita faglega ráðgjöf við val á spelkum og stuðningsvörum m.a. vegna stoðkerfisvandamála, gigtar, slysa eða íþróttameiðsla.
Tímapantanir í síma 515 1300 frá 08:30 til 16 alla virka daga.
Össur – Stoðtækjaþjónusta
Grjóthálsi 1-3,
110 Reykjavík
Sími: 515 1300
kt. 450320-0720
Vsk nr. 139071