R3 Ráðgjöf
Upplýsingar

R3-Ráðgjöf er íslenskt þekkingarfyrirtæki

R3-Ráðgjöf ehf. er framsækið og öflugt fyrirtæki á sviði rekstrar-, stjórnunar- og stjórnsýsluráðgjafar auk bókhalds- og reikningsskilaþjónustu.

Ráðgjöf

Hjá fyrirtækinu starfa ráðgjafar með áratuga reynslu af stjórnun, áætlanagerð og stefnumótun.  R3-Ráðgjöf veitir einnig sérhæfða ráðgjöf á sviði menningar og menningartengdrar ferðaþjónustu – menningarráðgjöf – sem hefur sannarlega skilað sér í markvissri uppbyggingu ferðaþjónustu vítt og breytt um landið.

Bókhald og reikningsskil

Samhliða ráðgjafarþjónutu okkar veitum við alhliða bókhalds- og reikningsskilaþjónustu auk skattaráðgjafar.  Lagaumhverfi fyrirtækja, mannauðsmál, stjórnun, fjármál, áætlanir og almennur rekstur krefjast oft sérhæfðrar ráðgjafar.  Auðvelt er fyrir viðskiptavini okkar í bókhaldi að leita ráðgjafar um tiltekin rekstrar-, stjórnunar- og skattaleg málefni.

Dreifing

R3-Dreifing er hluti af starfsemi R3-Ráðgjafar og býður aðilum í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum dreifingu á kynningarefni og eftirfylgni varðandi sýnileika slíks efni.  Við bjóðum reglulega dreifingu efnis á helstu dvalar- og viðkomustaði ferðamanna svo sem gististaði, upplýsingamiðstöðvar og samgöngumiðstöðvar.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt