Iðnaðarvörur og verkfæri

Rubix Ísland ehf -Verslun, vöruhús og skrifstofa

Dalvegi 32a, 201 Kópavogi

Kennitala: 501110-0190

Lokað | Opnar 08:00

Dalvegi 32a, 201 Kópavogi

Rubix Ísland ehf

-Verslun, vöruhús og skrifstofa

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 08:00

Um okkur

RUBIX er leiðandi fyrirtæki í sölu á varahlutum og iðnaðarvörum til viðgerða og rekstrar.

RUBIX hóf starfsemi á Íslandi árið 2007 undir merkjum Brammer, er með tvær starfsstöðvar. Önnur starfsstöðin er á Reyðarfirði sem þjónustar starfsemi Alcoa Fjarðaáls með sérsniðna og víðtæka þjónustu á sviði vöruhúsa og aðfanga vegna varahluta og rekstrarvara. Hin starfsstöðin er í Kópavogi að Dalvegi 32a, þar sem er til húsa verslun, skrifstofa, vöruhús og verkstæði fyrir alla starfsemi á landinu. Á Íslandi starfa í dag um 40 manns, fjölbreyttur hópur sérfræðinga hver á sínu sviði. Auk sölu á varahlutum og rekstrarvöru er boðið upp á ýmis konar þjónustu á Dalvegi eins og smíði á vökva- og loftslöngum, samsetningu á stýriskápum fyrir vökvakerfi og merkingar á vinnufatnaði svo eitthvað sé nefnt. Á Dalveginum er verslun eins og áður segir og þar er til sýnis hluti af því vöruframboði sem RUBIX er að bjóða upp á á hverjum tíma. 

Stefna RUBIX er að vera markaðsleiðandi fyrirtæki á sínu sviði sem getur þjónustað öll fyrirtæki á landinu með sérsniðnar lausnir, hvort sem það sé sala varahluta, viðgerðarþjónusta, iðnaðarsjálfsalar (InvendTM), starfsstöð innan fyrirtækis (InsiteTM) eða annað. Við störfum undir sterkum gildum samstæðunnar sem við leggjum áherslu á að innleiða í okkar daglega starf þar sem við erum heiðarleg, tökum ábyrgð og framkvæmum, erum forvitin, gefumst ekki upp og fögnum fleiri viðhorfum. RUBIX á Íslandi vill færa fyrirtækjum á Íslandi aðgang að vöruframboði sem ekki hefur þekkst áður hér á landi. Það er markmið og stefna okkar að bjóða fyrirtækjum upp á heildarlausnir sem styðja og efla rekstur hvers fyrirtækis fyrir sig. Er það von okkar að þjónustuframboð okkar og það vöruúrval sem er í boði geri fyrirtækjum kleift að einfalda sinn rekstur og aðfangastýringu með notkun á okkar nútíma lausnum.