Kennitala: 440887-1209
440887-1209
RÚMFATALAGERINN - GÓÐ TILBOÐ
Fyrsta verslun Rúmfatalagersins var opnuð á Íslandi árið 1987 af þeim Jákup Jacobsen og Jákup N. Purkhús. Í dag eru verslanir Rúmfatalagersins á Íslandi 7 talsins ásamt öflugri vefverslun. Verslanir Rúmfatalagersins eru staðsettar á Smáratorgi, Skeifunni, Granda, Bíldshöfða, Selfossi, Akureyri og Reykjanesbæ.
Rúmfatalagerinn er hluti af JYSK sem er alþjóðleg keðja húsgagnaverslana með skandinavískar rætur sem gera þér auðvelt að innrétta öll herbergi heimilisins og garðinn. Á heimsvísu eru JYSK verslanirnar fleiri en 3.200 í 48 löndum. JYSK leitast ávallt eftir því að bjóða viðskiptavininum upp á góð tilboð og góða þjónustu, sama hvort þú kjósir að versla í verslun eða vefverslun. Stofnandi JYSK, Lars Larsen, opnaði fyrstu JYSK verslunina í Danmörku árið 1979. Í dag starfa um 30.000 manns hjá JYSK keðjunni. JYSK er hluti af Lars Larsen Group sem er í eigu fjölskyldu Lars Larsen. Velta JYSK var 36,2 milljarðar DKK á fjárhagsárinu 21/22.
RÚMFATALAGERINN – HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ
HÚSGÖGN
Rúmfatalagerinn býður upp á glæsilegt úrval af flottum húsgögnum sem henta vel fyrir öll rými heimilisins. Á vorin stækkar vöruúrvalið svo enn meira þegar garðhúsgögnin bætast í flóruna okkar. Þú finnur eitthvað fyrir alla hjá okkur!
ALLT FYRIR SVEFNHERBERGIÐ
Rúmfatalagerinn sérhæfir sig í öllu sem tengist svefninum og býður upp á eitt mesta úrval landsins af gæðarúmum, dýnum, sængum, koddum og sængurverum. Auk þess eigum við að sjálfsögðu lök, náttborð, yfirdýnur, lampa, fataskápa og allt sem þú þarft í svefnherbergið þitt.
HUGGULEGT FYRIR HEIMILIÐ
Partur af heimilishaldi er að skapa þægilegt og notalegt andrúmsloft og huggulegheit. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið úrval af fallegri skrautvöru og heimilisvöru sem er tilvalin til að breyta rýminu þínu með litlum tilkostnaði. Oft þarf ekki nema fallega lukt, kerti og nýja púða og stofan þín verður eins og ný!
ALLT FYRIR SKIPULAGIÐ
Rúmfatalagerinn býður upp á mikið úrval af góðum skipulagsvörum sem henta fullkomlega til að koma skipulagi heimilisins á hreint. Við eigum plastkassa í öllum stærðum og gerðum og einnig fallegar bastkörfur sem sóma sér vel í hvaða herbergi sem er.
INNBLÁSTUR OG FRÉTTIR
Nýjasta fréttaveita Rúmfatalagersins hefur litið dagsins ljós! Umfjöllunarefni fréttaveitunnar verður allt frá nýjum vörum og því heitasta á hverju tímabili, til framkvæmdafrétta og útstillinga í verslunum. Fylgstu með okkur hér og þú færð nýjustu fréttirnar fyrst/ur!
SENDINGAR OG SMELLT & SÓTT
Hafðu það huggulegt heima með kaffibolla og verslaðu í vefverslun Rúmfatalagersins! Hægt er að velja hvort þú sækir vörurnar í næstu verslun, látir senda á pósthús, á valda afhendingarstaði DROPP eða beint heim til þín. Einfaldara gæti það ekki verið!
Boðið er upp á fast sendingargjald um allt land, óháð magni og staðsetningu.