Sement framtíðarinnar

Sementsverksmiðjan ehf

Mánabraut 20, 300 Akranesi

Kennitala: 560269-5369

Lokað | Opnar 07:45

Mánabraut 20, 300 Akranesi

Sementsverksmiðjan ehf

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað | Opnar 07:45

Um Sementsverksmiðjan

Sementsverksmiðjan ehf sérhæfir sig í byggingarefni fyrir íslenskar aðstæður og hefur átt drjúgan þátt í því að efla innviði og mannvirkjagerð á Íslandi; húsbyggingar, hafnir og vegi sem hafa stuðlað að betra lífi og afkomuöryggi landsmanna. Saga Sementsverksmiðjunnar á rætur að rekja til ársins 1948 þegar íslenska ríkið ákvað að byggja verksmiðjuna á Akranesi og hófst sementsframleiðslan 1958. Framleiðslu sements var hætt 2012 og hófst þá innflutningur á sementi frá norska sementsframleiðandanum Heidelberg Materials Sement AS.

Framleiðandi sementsins hefur sett sér það markmið, að á árinu 2030 verði sementið frá Noregi að fullu kolefnisjafnað. Þetta hyggst Heidelberg Materials Sement meðal annars gera með því að fanga koldíoxið úr útblæstri gjallbrennsluofnanna og koma þannig í veg fyrir að það berist í andrúmsloftið. Sementið verður þannig ennþá umhverfisvænna byggingarefni.

Sementsverksmiðjan flytur inn sementstegundirnar; Anleggsement, sem er hreint portlandsement og Standardsement FA, sem er blandað sement. Sementið er selt í lausu eða í stórsekkjum til viðskiptavina frá birgðastöðvum á Akranesi og Akureyri en einnig er hægt að fá sement í 20 kg pokum hjá helstu byggingarvöruverslunum. Hjá fyrirtækinu er einnig hægt að sérpanta Industrisement í stórsekkjum.

Stjórnkerfi Sementsverksmiðjunnar er gæðavottað skv. ISO 9001:2015 ásamt því að vera vottað skv. öryggisstjórnunarkerfinu, ISO 45001:2018. Sementsverksmiðjan er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt