Kennitala: 490910-0930
merkingar
490910-0930
Signa hefur það markmið um að vera leiðandi í þjónustu á alhliða merkingum og sérsmíði úr plasti. Við erum samheldin hópur af sérfræðingum með ástríðu fyrir sköpun og nýsköpun, reiðubúin til að uppfylla og fara fram úr væntingum viðskiptavina okkar. Með djúpa þekkingu og reynslu í merkinga og skiltagerð, tryggjum við faglega og persónulega þjónustu fyrir viðskiptavini okkar, stóra sem smáa.
Signa var stofnað í september 2010. Í byrjun árs 2021 sameinaðist Signa og Exmerkt undir nafninu Signa.
Sumarið 2021 keypti Signa rekstur Fást ehf sem var stofnað árið 1988 og hefur verið leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á sérvörum úr plasti. Árið 2023 sameiðist Signa, Merkistofunni og flutti alla starfsemi sameinaðs fyrirtækis undir einn hatt í framtíðarhúsnæði að Bæjarflöt 19-o í Grafarvogi.
Starfsmenn sameinaðs fyrirtækis hafa margir hverjir unnið við skiltagerð í yfir 10 ár og sumir eru komnir í yfir 20 ár. Frá stofnun hefur Signa lagt áherslu á að vera útbúið fullkomnustu tækjum sem tryggja gæði og hagkvæmni í verkum.
Viðskiptavinir Signu eru allt frá stærstu og framsæknustu fyrirtækjum landsins til húsfélaga og einyrkja.
Eigendur eru Anna Linda Magnúsdóttir, Benedikt Benediktsson, Snævar Freyr Sigtryggsson, Sigurður Ingi Þorgrímsson og Sigurður Kaldal Sævarsson.