630293-2279
Bragðgóðir fundir og ljúffengar veislur
Viltu bjóða upp á margréttaða óvissuferð á næsta fundi? Viltu hafa spennandi hlaðborð í veislunni? Við bjóðumupp á ferska og ljúffenga veislubakka með fjölbreyttum brauðréttum, tortillum og kökum og jafnvel ávöxtum. Það er auðvelt að velja og panta á netinu og við bjóðum ókeypis heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu ef pantaðir eru 4 bakkar eða fleiri. Munið að panta þarf bakkana eigi síðar en kl.15:00 daginn fyrir afhendingu.
Salatið okkar er eitthvað ofan á brauð
Áratuga reynsla af samlokugerð skilar sér til þín í ferskara og ljúffengara salati. Þú getur treyst á ferskt og vel útilátið gæðahráefni sem breytir venjulegri brauðsneið í veislu.
Djúsí hollusta undir pressu
Sóma safarnir eru hágæða kaldpressaðir safar gerður úr ferskri uppskeru ávaxta og grænmetis. Safarnir veita næringarríka orka út í daginn til þess að hjálpa þér að hámarka þín afköst. Því eru Sóma safarnir tilvaldir til þess að grípa með sér á æfinguna, sem millimál, í vinnuna, eða á ferðinni.
Við bjóðum spennandi matseðil
Íslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna. Þitt er valið!