Draghálsi 14-16, 110 Reykjavík
Kennitala: 481182-0429
481182-0429
Stoð eykur lífsgæði fólks og einfaldar daglegt líf þess.
Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem var stofnað árið 1982.
Stoð hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á einhvers konar hjálpartækjum að halda. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Við erum í samstarfi við aðila í heilbrigðisþjónustu, s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, bæklunarlækna o.fl. Þessi samvinna auðveldar okkur að finna bestu heildarlausnirnar fyrir skjólstæðinga okkar.
Hjá Stoð vinna stoðtækjafræðingar, stoðtækjasmiðir, bæklunarskósmiðir, sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, heilbrigðisverkfræðingar og fjöldinn allur af sérþjálfuðu starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn.
Við smíðum hvers konar spelkur og gervilimi, sérsmíðum skó, útvegum tilbúna bæklunarskó, gerum göngugreiningar og framleiðum innlegg, bæði sérsmíðuð og aðlöguð.
Við aðstoðum fólk við val á hjálpartækjum, s.s hjólastólum, vinnustólum, göngugrindum, barnakerrum, sjúkrarúmum og baðherbergis- og salernishjálpartækjum.
Við seljum gervibrjóst, sund- og nærfatnað, eftiraðgerðarfatnað, þrýstingssokka, þrýstings- og brunaumbúðir, ferðakæfisvefnsvélar, tilbúnar spelkur og íþróttahlífar svo eitthvað sé nefnt. Einnig smáhjálpartæki til notkunar í daglegu amstri, s.s. borðbúnað, hneppara, krukkuopnara, griptangir og margt fleira.
Hjá okkur er opið mánudaga- fimmtudaga 9:00-17:00 og föstudaga 9:00-16:00 á Draghálsi 14-16 í Reykjavík.