460121-1590
Stólpi Gámar býður ýmsar stærðir af gámum til leigu sem geta nýst sem geymsla undir lager, fyrir árstíðabundnar vörur, búslóðir og margt fleira. Viðskiptavinum býðst að geyma gáminn gegn vægu gjaldi á lokuðu svæði fyrirtækisins við Klettagarða í Reykjavík.
Stólpi Gámar býður til sölu flestar gerðir og stærðir nýrra og notaðra gáma, s.s vörugáma, frystigáma, einangraða gáma, fleti og tank-gáma. Við flytjum gámana þangað sem menn óska fyrir sanngjarnt verð.
Stólpi Gámar hefur til sölu gámahús til ýmissa nota, t.d sem viðbótar gistirými fyrir ferðarþjóna, skrifstofur, viðbótarvinnuaðstöðu, kaffistofur og margt fleira. Einnig bjóðum við WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum og eru tilbúin til notkunar.