Kennitala: 620695-2119
620695-2119
Fyrirtækið Tandur var stofnað í Reykjavík þann 9. ágúst 1973.
Starfsemi fyrirtækisins snýst um framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og opinberra stofnana. Samhliða framleiðslu, sölu og innflutningi er mikil áhersla lögð á faglega og framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptaaðila.
Á meðal viðskiptavina Tandurs eru fyrirtæki í matvælaiðnaði, stóreldhús, veitingastaðir, skólar, heilbrigðisstofnanir, íþróttamiðstöðvar, sundlaugar og þrifaverktakar. Viðskiptavinum Tandurs eru boðnar heildarlausnir varðandi þjónustu og vörur til hreinlætis. Má þar nefna gerð þrifaáætlana, uppsetningu sjálfvirkra skömmtunarbúnaða, reglulegt þjónustueftirlit, fræðslu, ráðgjöf og fjölda vöruflokka sem hafa með hreinsun og hreinlæti að gera.
Starfsemi Tandurs er staðsett að Hesthálsi 12 og Krókhálsi 5C í Reykjavík. Um er að ræða 2.000 fermetra húsnæði sem skiptist í skrifstofur, sýningarsvæði, kennslu-og fyrirlestrarsal, lager og framleiðslurými.