Tannheilsa
Um fyrirtækið

Tannlækningar fyrir alla aldurshópa

Hjá Tannheilsu bjóðum við upp á alhliða tannlæknaþjónustu fyrir fólk á öllum aldri. Við leggjum ríka áherslu á forvarnir og reynum ávalt að hafa meðferðir eins inngripslitlar og unnt er. Við leggjum mikinn metnað í að heimsókn til okkar sé ánægjuleg upplifun. Hjördís Ýr Bessadóttir og Stefán Pálmason sinna almennum tannlækningum á stofunni

 

Lyflækningar munnhols

Stefán Pálmason er sérmenntaður í lyflæknisfræði munnhols. Lyflækningar munnhols er sérgrein innan tannlækninga sem lýtur að greiningu og meðhöndlun læknisfræðilegra vandamála sem eiga sér stað í munni, kjálkum og munnvatnskirtlum. Á stofunni meðhöndlum við því hvers konar munnsjúkdóma á borð við slímhúðarvandamál, sýkingar, verkjavandamál, forstigsbreytingar, ofl.

 

Skurðlækningar í munni

Á stofunni sinnum við flestum algengari skurðlækningum í munni. Gunnar Ingi Jóhannsson,  tannlæknir og resident í munn- og kjálkaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg, kemur reglulega á stofuna og sinnir flóknari skurðlækningum.

 

Tannáverkar

Við sinnum miklu magni tannáverka þar sem Stefán Pálmason er einn af eigendum Tannlæknavaktarinnar. Rétt meðhöndlun tannáverka og gaumgæfileg eftirfylgni er gríðarlega mikilvæg til að minnka líkur á þörf fyrir inngripsmiklar meðferðir síðar.

 

Mundu að skrá barnið þitt hjá heimilistannlækni

Sjúkratryggingar Íslands greiða tannlækningar barna að fullu fyrir utan 2.500 kr árlegt komugjald. Krafa er um að barnið sé skráð hjá heimilistannlækni til að endurgreiðsla sé samþykkt. Upplýsingar um greiðsluþátttöku og skráningu hjá heimilistannlækni má finna hér.