Tékkland bifreiðaskoðun

Tékkland bifreiðaskoðun

Njóttu þess að koma með bílinn í skoðun

Mán - fös 08:00 - 17:00
Framúrskarandi fyrirtæki
Stjörnur
Valin ummæli

Góð þjónusta og frábært viðmót hjá starfsmönnum! Ekki verra að fá líka skoðun á skrjóðinn ;)

- Anna Katrín Jónsdóttir

Sjá öll ummæli (6)
Samfélagsmiðlar
Kennitala 580609-0230
VSK Númer 103866
Vegvísun
Vista sem tengilið
Fyrirtækjaskrá
Bæta skráningu
- Dalsbraut 1, 600 Aku
Upplýsingar

 

Áhersluatriði númer eitt hjá okkur er alltaf þjónustan okkar. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar ávallt faglega og framúrskarandi þjónustu. Þegar við tölum um að veita góða þjónustu erum við að sjálfsögðu að tala um að viðskiptavininum líði vel og upplifunin af heimsókninni til Tékklands sé sem jákvæðust. En við leggjum líka mikla áherslu á að bíllinn þinn fái þá meðferð sem hann á skilið. Og við fullyrðum hér og nú að þá meðferð fær hann hjá Tékklandi.

 

Þetta bjóðum við upp á:

  • Bílaskoðun
  • Sala skráningarmerkja
  • Geymsla skráningarmerkja
  • Móttaka eigendaskipta
  • Nýskráning
  • Endurskráning

 

Hérna erum við:


Borgartún 24

Tékkland bifreiðaskoðun við Borgartún er staðsett á horni Borgartúns og Nóatúns. Þetta er stærsta stöð Tékklands með tveimur skoðunarbrautum, annars vegar lyftubraut og hins vegar gryfjubraut. Frábær móttaka fyrir viðskiptavini sem geta notið þeirrar þjónustu sem er í boði á meðan bíllinn er skoðaður. 

Ástandsskoðanir eru eingöngu framkvæmdar í skoðunarstöð okkar í Borgartúni. Hafið samband við afgreiðslu okkar til að panta tíma, oftast er hægt að komast að samdægurs.

Beint símanúmer í skoðunarstöð okkar í Borgartúni er 414-9910


Holtagarðar

Tékkland bifreiðaskoðun við Holtagarða er staðsett á þjónustustöð N1, þar sem til staðar er sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti og þvottastöðvar. Komdu með bílinn í skoðun og skelltu honum í þvott í leiðinni.

Þar sem skoðunarstöðin í Holtagörðum er eingöngu útbúin skoðunarlyftu þá er ekki unnt að skoða eftirvagna (kerrur og ferðavagnar) í skoðunarstöðinni. Það er stutt að fara í Borgartúnið með fellihýsið eða tjaldvagninn. Eftirvagnar eru einnig skoðaðir í Hafnarfirði.

Beint símanúmer í skoðunarstöð okkar við Holtagarða er 414-9914


Reykjavíkurvegur 54, Hafnarfirði


Tékkland bifreiðaskoðun í Hafnarfirði er staðsett við hliðina á smurstöð N1 að Reykjavíkurvegi 54, á besta stað í bænum. Mjög gott aðgengi og næg bílastæði. Frábær aðstaða til að skoða allar gerðir ökutækja. 

Beint símanúmer í skoðunarstöð okkar á Reykjavíkurvegi er 414-9912.

 

 

 


Dalsbraut 1, Akureyri

Tékkland bifreiðaskoðun á Akureyri er staðsett að Dalsbraut 1, í sömu lengju og Bakaríið við brúna. Það er stutt í Glerártorgið og því tilvalið að skilja bílinn eftir hjá okkur og fara að versla á meðan. Skoðum bílinn þinn, mótorhjólið, kerruna eða ferðavagninn með bros á vör.

Beint símanúmer á skoðunarstöð okkar á Akureyri er 414-9916

Beint símanúmer á skoðunarstöð okkar á Akureyri er 414-9916


 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt