The Irishman Pub
Klapparstíg 27, 101 Reykjavík
The Irishman Pub

The Irishman Pub

Stjörnur og ummæli

Upplýsingar

 

The Irishman Pub er nýlegur bar í hjarta Reykjavík, staðsettur á Klapparstíg 27. Mikil vinna var lögð í að byggja upp ekta írska stemningu á barnum og verður enginn svikinn þegar kíkt er í heimsókn! Happy hour er alla daga frá kl.12-19, píluspjald fyrir gesti, fjölbreytt úrval af bjórum, karaókí herbergi til leigu og lifandi tónlist alla fimmtudaga til sunnudaga.

 

Nánari upplýsingar:

 • Barinn er opinn alla daga frá kl.11:00
  • Sunnudaga til fimmtudaga lokar barinn kl.01:00
  • Föstudaga og laugardaga lokar barinn kl.03:00​​​​
 • Það er hamingjustund alla daga frá kl.12:00 til 19:00.
  • Happy Hour bjór (0,5L á dælu) er frá 750kr til 850kr
  • Happy Hour vínglas er frá 750 kr til 850 kr

​​

Drykkjarseðill The Irishman Pub er fjölbreyttur og aðal kokteilinn er að sjálfsögðu írskt kaffi. Á dælu er boðið upp á eftirfarandi bjóra: Gull, Tuborg Classic, Boli, Kronenbourg Blanc, Guinness, Kilkenny, Úlfur, Myrkvi and Snorri. Fleiri bjórtegundir eru í boði á flösku!

Barþjónar The Irishman Pub geta hrist saman góðan drykk og á kokteilaseðlinum má finna meðal annars Tom Collings, White Russian, Negroni, Whiskey Sour, Moscow Mule, Margarita with a twist and Old Fashioned.

Fyrir þá sem lifa á brúninni þá eru tvö lukkuhjól staðsett á barnum fyrir gesti til að freysta gæfunnar!

Bargestir geta notið þess að fara í pílu og er aðstaðan góð fyrir nokkra til að spila saman. Píluspjaldið er að finna strax til vinstri þegar labbað er inn á barinn og best er að tala við barþjóninn til að fá pílur fyrir leik.

The Irishman Pub býður Íslendingum upp á hágæða karaókí herbergi til leigu, bæði fyrir litla og stóra hópa. Það kostar 6.500 kr að leigja herbergið í 1 klst og hægt er að fá allskonar tilboð á barnum t.d. 24stk af bjór á 24.000kr (og þá er 1klst leiga á karaókí herberginu innifalið í verði). Herbergið rúmar mest 20 manns í einu en það er lítið mál að taka á móti stærri hópum. (nánari upplýsingar fást hjá vaktstjóra þegar um stóra hópa er að ræða).

Til að bóka karaókí herbergið á The Irishman Pub er best að hringja í síma 581-2020, senda tölvupóst á info@irishman.is eða bóka í gegnum vefsíðuna www.irishman.is 

Alla fimmtudaga til sunnudaga spila íslenskir trúbadorar fyrir gesti staðarins. Dagskráin er birt vanalega á hverjum fimmtudegi á Facebook síðu Irishman Pub.

 • Fimmtudaga og sunnudaga er lifandi tónlist frá kl.22:00 til 01:00
 • Föstudaga og laugardaga er lifandi tónlist frá kl.23:00 til 03:00.

 

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt