The Pier

Kennitala: 591009-1170

VSK Númer: 103179

Lokað

The Pier

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Lokað

Stjörnur og ummæli

Upplýsingar

 The Pier

Heimili þitt endurspeglar hver þú ert, stíl þinn, persónuleika og smekk. Með sterkt auga fyrir handbragði og hönnun, skreytir þú heimili þitt með því sem höfðar til þín.

Heimili þitt er athvarf þitt þar sem þú færð frið og getur notið tíma með fjölskyldu, tengst vinum og slappað af með góðri bók. Heimili þitt er skjól sniðið fyrir þig og fólkið sem þú elskar.

Pier teymið skilur þetta og hönnuðir okkar ferðast um allan heim í leit að nýjustu stefnum og straumum í heimilsvöru. Hönnuðir okkar leggja sig fram við að finna það besta úr ólíkum stílum sem gerir þér kleift að skapa persónuleg rými án mikillar fyrirhafnar.

Við þróum vörulínur fyrir hverja árstíð, bjóðum þannig upp á síbreytilegt úrval af vörum fyrir þig til að nota og njóta.

Okkar vandlegu samansettu línur einfalda þér að setja upp ákveðin stíl eða blanda og skapa þinn eigin.

Óháð smekk finnur þú húsgögn og smávöru í The Pier sem mun fullkomna þitt heimili. Allt frá stórum fjölskyldusófa yfir í nettan hægindastól. Hvort sem leitað er að fallegri veggskreytingu eða góðum körfum eða boxum til að skipuleggja heimilið þá finnur þú það í The Pier. Það sama gildir um sumartímann því þú finnur allt til að til að fegra garðinn og njóta tímans í sólinni í sumarlínu okkar.

Í Pier finnur þú fjarsjóð af fylgihlutum hvort sem er til að fegra heimilið eða í gjafir handa þeim sem þér þykir vænt um. Mikið úrval af kertum, híbýlailmum og ilmspreyjum til að breyta til og gefa heimilinu ferskan blæ.

Markmið okkar er að tengja þig við þetta fjölbreytta úrval og deila með þér því besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða. 

Pier, heimurinn er okkar innblástur ….. Við færum hann heim

The Pier

 Smáratorgi,

Korputorgi, Grafarvogi og Selfossi

 
 
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt