Kennitala: 691012-2470
691012-2470
Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari var stofnaður 1. mars 1989 og hefur verið rekinn af fjölskyldu Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumeistara síðan þá.
Veitingastaðurinn er staðsettur í miðbænum og er í göngufæri við helstu verslanir og þjónustu í hjarta Miðborgarinnar. Úlfar hefur ávalt sérhæft sig í fiskréttum og staðurinn helst þekktur fyrir það. Einnig er boðið upp á hvalkjöt, sjófugla o.fl.
Staðurinn tekur 44 gesti í mat og hefur staðurinn kappkostað við að veita sem besta þjónustu til viðskiptavina sinna. Reynt er að stilla verðlagi í hóf og er til að mynda boðið upp á ódýrari matseðil í hádeginu.