Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar - Kadeco

Skógarbraut 946, 262 Reykjanesbæ

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

- Kadeco

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Upplýsingar

                                 

 

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, er félag í eigu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.

Félagið var stofnað árið 2006 með það markmið að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með. Þar með hófst nýr kafli í sögu félagsins en sumarið 2019 undirrituðu íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær viljayfirlýsingu um að vinna saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir landsvæðin í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Kjarnaverkefni Kadeco er nú að leiða þetta samstarf um að auka virði svæðisins með skipulagningu nýs þróunarsvæðis við flugvöllinn.