Þvegillinn ehf Stofnað 1969
- Einar Már Gunnlaugsson
Upplýsingar

 Smelltu hér til að komast á heimasíðuna okkar


Þvegillinn ehf var stofnaður 1969 af Gunnlaugi Gunnarssyni. Sonur hans Einar Már Gunnlaugsson, húsasmíðameistari, hefur starfað við hreingerningar fyrst með námi en síðan í fullu starfi frá 1980, hann hefur nú tekið við rekstri fyrirtækisins.

Þvegillinn sérhæfir sig í aðalhreingerningum, við komum inn í fyrirtæki sem eru með sitt eigið fólk í daglegum ræstingum og sjáum um að hreingera veggi og loft, bónum gólf og annað sem tilheyrir ekki daglegum ræstingum.

Það er lítið um mannabreytingar og hjá okkur hefur sama fólkið starfað árum saman. Viðskiptavinurinn getur gengið að því sem vísu að hann fær sama fólkið ár eftir ár sem þekkir óskir hans og gerir sitt besta.

Starfsfólk er vel þjálfað og með hreina sakaskrá. Við höfum mikla reynslu í að hreingera t.d. á sjúkrahúsum, á deildum sem eru opnar, við erum einungis með hæfilega marga menn til að framkvæma verk þannig að það raski sem minnst á þeim vinnustað sem unnið er á í hvert og eitt skipti, þannig að bæði þeir sem við störfum fyrir og öðrum þeim sem eru á staðnum verði fyrir sem minnstum truflunum.

Tillitsemi og trúnaður er okkar "mottó".

Meðal þess sem við tökum að okkur er:

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt