Kennitala: 450504-3780
450504-3780
Við hjá Tölvur og gögn erum Microsoft SMB sérfræðingar og höfum þjónustað fyrirtæki, skóla og einstaklinga í 20 ár með hugbúnað og tænki frá Microsoft. Allt frá upphafi höfum við þjónustað Outlook og Exchange með umsjón, uppsettningu og rekstur, með áherslu á verðmæti og öryggi gagna, ekki síst tölvupóst. Við fylgjumst vel með þróun mála og nýjustu tækni og leitumst eftir fremsta megni að auka okkar þekkingu og veita betri og öruggari þjónustu í nútíma umhverfi.
Nú eru skýja- og SAS lausnir alsráðandi ásamt AI eða gervigreind. Teams fjarfundir, sjálfvirkni tengd Teams, OneDrive, GoogleDrive og aðrar skýjalausnir eru nauðsynlegir þættir í nútíma rekstri. Við hjá Tölvur og gögn höfum reynslu og þekkingu af uppsetningu og umstjón Microsoft 365, Azure, Teams tenginga, skýja- og veflausna. Forritun, samþætting og sjálfvirkni skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki til að standa vel í samkeppni og nýta auðlindir sem best. Við höfum umsjón og viðhald með tölvukerfum, vefum og skýjalausnum.
Tenging og sjálfvirkni á vefsíður við skráningar, vörutengingar, Teams fundir o.fl. hefur Tölvur og gögn ehf. séð um fyrir fyrirtæki og skóla. Vefsíðugerð (heimasíðugerð), umsjón og hýsing er hjá Spider Web (SpiderWeb.is) sem og vefforritun, hverskonar sjálfvirkni tengingar, API o.fl.
Starfsfólk okkar hefur víðtæka þekkingu og reynslu til að takast jafnt á við flókin sem hefðbundin verkefni.
Tölvur og gögn ehf. – PC & Mac tölvu- og tækniþjónusta, sérhæfð gagnabjörgun í 20 ár. Samstarfsaðili Ontrack, DriveSavers og Seagate, virt og traust fyrirtæki um allan heim. Gagnabjörgun og endurheimt á gögnum fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili á verkstæði okkar á Íslandi.
Við bjóðum upp á einn besta og háþróaðasta sérhæfða hug- og vélbúnað sem völ er á til greiningar á gagnamiðlum og við Gagnabjörgun (endurheimt gagna) á verkstæði okkar á Íslandi. Þar sem ekki eru á Íslandi ISO vottuð gagnabjörgunar fyrirtæki með lofttæmd og vottuð rými (Clean room), þá hefur samstarf okkar í gegnum árin, við þessi vönduðu fyrirtæki, verið mjög mikilvægt, ekki bara fyrir okkur sem þjónustuaðila heldur ekki síst fyrir viðskiptavini okkar. Með þessi fyrirtæki sem bakhjarla getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á heilstæða þjónustu í hæsta gæðaflokki. Hjá þessum aðilum eru starfandi verkfærðingar sem sérhæfa sig í gagnabjörgun af margskonar miðlum. Við veljum að vera í samstarfi við þrjá góða aðila þar sem sérhæfing er nokkur í þessum geira og kostnaður töluverður þegar komið er á þetta stig í gagnabjörgun. Við getum betur aðstoðað viðskiptavini okkar með þau ýmsu vandamál sem upp koma við gagnabjörgun og þurfa úrlausn erlendis. Gagnabjörgun erlendis er nauðsynleg þegar gagnamiðlar eru það illa skemmdir (t.d. eftir bruna, vatnstjón o.fl.) að við náum ekki að bjarga gögnum án þess að nýta okkur þeirra sérfræðiþekkingu, ISO vottaða starfsemi og starfsstöðvar (Clean room).
Vönduð vefsíðugerð og viðhald, ýmsar veflausnir, gagnagrunnar, forritun (api, php, .net o.fl.), vefverslanir, aðgangsstýringar og sjálfvirkni. Auglýsingar, vefborðar, myndvinnsla, logo og önnur grafík. Uppsetning, umsjón og viðhald á samfélagsmiðlum fyrirtækja t.d. Facebook og Instagram. Mikil reynsla af hönnun, uppsetningu, hýsingu og umsjón WordPress, WooCommerce og Moodle vefa.
Hýsing á öruggum netjónum sem tryggir gott aðgengi og meiri hraða. Spamsíur og vírusleit á öllum pósthólfum. SSL Dulkóðun í boði fyrir allar vefsíður. Sjá nánar á www.SpiderWeb.is.