Torf túnþökuvinnsla ehf
Um Torf

Torf, hvert á land sem er

Við ræktum okkar torf á sandmoldarökrum sem hafa verið fjárlausir í áratugi og eru lausir við búfjársjúkdóma. Jarðvegsgerðin er einstaklega heppileg fyrir grasrót því hún loftar hæfilega og þjappast lítið. Við keyrum torfinu til viðskiptavina okkar um allt land. Við afhendum það yfirleitt á verkstað en fólk getur komið og sótt það á vinnusvæði okkar við Heimsenda í Kópavogi. Allt okkar torf er framleitt með þéttum sverði og heilbrigðri rót fyrir mismun-andi þarfir viðskiptavina. Við bjóðum einnig ýmsar gerðir af náttúrutorfi. 

Fótboltagras fyrir hámarksálag

Við höfum framleitt vallargras í áratugi. Mikil þróun hefur orðið í grasgerðum bæði gagnvart vetrarþoli, slitþoli, og lækkandi sláttuhæð. Vallargrasið okkar er á íþróttavöllum víða um land, t.d. á nýja Valsvellinum, Leiknisvöllunum í Breiðholti, Hásteinsvellinum í Eyjum, Húsavíkurvöllunum, Þórsvellinum á Akureyri, og víðar.

Gras fyrir blettinn heima

Við höfum þróað sérstakt gras fyrir heimagarða sem er lágvaxið, þétt, umhirðulétt og áferðarfallegt. Þetta  gras er af svipaðri gerð og fótboltagrasið okkar en grösin eru fínlegri. Í þróunarferlinu prófuðum við 40 tegundir af grösum, vaxarlag, áferð og vetrarþol. Niðurstaðan varð Garðagrasið okkar sem er einstaklega slitsterk og létt í umhirðu. Við erum þeir einu sem framleiðum þessa gerð á Íslandi.

Þökugerðir í boði

Við ræktum fjölmargar tegundir af torfi fyrir íslenskar aðstæður. Þær helstu eru vallargras, garðagras, Hvítsmáratorf, umhirðulétt gras, túnþökur, lyngþökur og úthagaþökur.  

Veldu umhirðulétt gras

Við framleiðum umhirðulétt gras sem er sérstök blanda af grastegundum sem þurfa lítið af öllu; lítinn slátt, lítinn áburð og litla vökvun. Þetta eru þurrkþolnar smágerðar grastegundir sem sjá nánast um sig sjálfar og spara eigendum viðhaldkostnað og fyrirhöfn. 

Umfjöllun um Torf hjá Gurrý á Rúv

Guðríður Helgadóttir kíkti í heimsókn til okkar til að kynna sér framleiðslu Torf fyrir þáttinn sinn Í garðinum með Gurrý. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá umfjöllunina um Torf - hún hefst þegar 9.30 mínútur eru liðnar af þættinum

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt