POTTASETT, ljóst að innan
í Þessu setti er ein panna, 24cm pannan.
Léttir ál pottar með þríbrenndri keramikhúð að innan. Keramik húð er viðloðunar frí og er að koma í stað teflon húðar sem hefur verið notuð hingað til. Nú þurfum við hvorki að sætta okkur við að aukaefni leki né flagni út í matinn okkar.
Pottarnir eru gefnir upp fyrir alla hitabrunna. Athugið samt að þegar kemur að…
POTTASETT, ljóst að innan
í Þessu setti er ein panna, 24cm pannan.
Léttir ál pottar með þríbrenndri keramikhúð að innan. Keramik húð er viðloðunar frí og er að koma í stað teflon húðar sem hefur verið notuð hingað til. Nú þurfum við hvorki að sætta okkur við að aukaefni leki né flagni út í matinn okkar.
Pottarnir eru gefnir upp fyrir alla hitabrunna. Athugið samt að þegar kemur að span hellum, má potturinn ekki vera minni heldur en hellan.
Selt í settum, settið samanstendur af 4 pottum með loki (1.2L, 2.5L, 4L og 6L) og panna, 24cm.
Botninn er með góða hitaleiðni sem býður upp á að nota lægri hitastillingar. Hitaleiðnin er slík að það þarf að varast að ofhita ekki tóma potta og pönnur.
Pottarnir eru steyptir, ekki pressaðir, þeir hitna hratt og mikið, alveg upp á brún, þannig að við erum að elda upp með hliðunum líka, sem styttir eldunartímann.
Eyrun á pottunum hitna líka.Tvö sett af silikon höldum fylgja, þarf ekki að taka af þegar pottarnir eru þvegnir.
Pottana má setja inn í ofn. Koma gúllasinu, kjötsúpunni, baunasúpunni, grjónagrautnum o.fl. af stað og stinga svo inn í ofn. Þá þurfum við ekki stanslaust að vera á vaktinni.
Á leiðbeiningum með settunum sést að það er hægt að taka sköftin af. Þau eru skrúfuð á. Þegar búið er að taka sköftin af einu sinni, sitja þau aldrei eins föst og áður. Aldrei má taka sköftin af né setja þau aftur á ef einhver hiti er í málminum, málmur gengur til í hita.
Meðferð:
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.