Ullin dregur gullna vökvann í sig og heldur húðinni þurri á sama tíma. Ullin heldur hitastiginu réttu og vinnur gegn bakteríum.
Nú verð ég aðeins að fá að segja mína sögu! (Arna). Ég á tvö börn, 3 & 1 árs. Með bæði börnin fékk ég heiftarlega sýkingu í geirvörtuna og endaði með því að þurfti að stinga í gegnum geirvörtuna í graftarpoll sem lá í bólguhnúti undir geirvörtunni. Mjólkurgöngin v…
Ullin dregur gullna vökvann í sig og heldur húðinni þurri á sama tíma. Ullin heldur hitastiginu réttu og vinnur gegn bakteríum.
Nú verð ég aðeins að fá að segja mína sögu! (Arna). Ég á tvö börn, 3 & 1 árs. Með bæði börnin fékk ég heiftarlega sýkingu í geirvörtuna og endaði með því að þurfti að stinga í gegnum geirvörtuna í graftarpoll sem lá í bólguhnúti undir geirvörtunni. Mjólkurgöngin voru 100% stífluð, já þetta hljómar alls ekki vel en það sem ég lærði í mínum endalausu spítalaheimsóknum til ljósmæðra og frábærra brjóstaráðgjafa var:
Nota ullar innlegg.
Ullin hefur þann frábæra eiginleika að halda hitastiginu á líkamanum okkar hárréttu og þurfum við mjólkandi einstaklingar að huga einstaklega vel að brjóstunum okkar fyrstu mánuði eftir fæðingu. Brjóstabólgur, stíflur og vesen geta bankað mjög hratt uppá ef við skýlum brjóstunum ekki fyrir vind og kulda. Ljósmóðirin mín sagði við mig að ullar innlegg halda passlegum hita og stuðla gegn óþarfa stíflum sem geta verið sársaukafullar. Langaði að deila þessu með ykkur því ef ég get aðstoðað þig við að koma í veg fyrir andlega erfiða og líkamlega sársaukafulla brjóstasýkingu þá vil ég gera það. Knús, þú ert sterk og þú ert mögnuð
♡