ABS 320 Base Flow Rapid. Flotmúr er sérstaklega ætlaður til afréttingar á gólfum í miklum þykktum, til að steypa í rásir, lagnagöt og undir önnur flotefni, s.s. Weber 4150 eða Weber 4160.Þykktarsvið 20-100mm. Vatn i 20 kg. poka er 2,8L. Göngufært eftir 2-4klst. Má yfirleggja með flísum eftir 24 klst. Fullþurt eftir 2-8 daga. Efnisþörf er 1,8kg á fermeter miðað við 1mm þykkt.NotkunarsviðABS 320 fl…
ABS 320 Base Flow Rapid. Flotmúr er sérstaklega ætlaður til afréttingar á gólfum í miklum þykktum, til að steypa í rásir, lagnagöt og undir önnur flotefni, s.s. Weber 4150 eða Weber 4160.Þykktarsvið 20-100mm. Vatn i 20 kg. poka er 2,8L. Göngufært eftir 2-4klst. Má yfirleggja með flísum eftir 24 klst. Fullþurt eftir 2-8 daga. Efnisþörf er 1,8kg á fermeter miðað við 1mm þykkt.NotkunarsviðABS 320 flotmúr er sérstaklega ætlaður til afréttingar á gólfum í miklum þykktum, til að steypa í rásir, lagnagöt og undir önnur flotefni, s.s. Weber 4150 og Weber 4160.KostirABS 320 er ódýr, dælanlegur hraðharðandi flotmúr. Hentar sérlega vel þar sem þörf er á miklum afréttingu á gólfum í einni aðgerð þar sem þykktir eru miklar, og þar sem þörf er á að móta vatnshalla, t.d. undir flísar á baðherbergjum Endanlegt gólfefni er hægt að leggja eftir 2-8 daga. Weber 4360 uppfyllir kröfur "husAMA" um flotefni.ÞykktarsviðABS 320 er fyrir þykktir 20-100mm.UndirvinnaUndirlagið skal vera hreint og laust við lausan múr, sementslamma, raka, fitu og önnur óhreinindi sem komið geta í veg fyrir góða viðloðun. Ef flota þarf yfir lakkað gólf, skal slípað yfir með sandpappirslípivél og lakkið mattað. Grunnið síðan með MD-16 1:1 og stráið þurru efni í blautan grunnin og kústið saman. Látið síðan þorna og er þá undirlagið tilbúið undir flotun.GrunnurGrunna skal með MD-16 og blanda hann 1 hluti grunnur og 3 hlutar vatn. Sjá leiðbeiningar um notkun á MD-16 við mismunandi aðstæður.Blöndun og lögnVatnsmagn er 2,8 lítrar í 20 kg. poka. Blandið saman með hæggengri borvél. Ef dæla á efninu, leitið þá upplýsinga hjá söluaðila. Mælið flotið í efninu (samkv. SS 923519) með hring sem er 50x22mm. Athugið einnig við flotprufu hvort efnið sé nægjanlega vel hrært saman. Gott er að draga úr efninu með tenntum spaða, til að losa loft úr efninu.