“Piuma” er ítalska og þýðir fjöður (mjög létt og mjúk).
Acavallo er stolt að kynna frábæra nýjung á markaðnum, Piuma Air Release dýnuna. Hún er gerð úr einkar léttu thermoplastic efni sem býður hesti og knapa einstaka kosti. Hún er lítil um sig en gefur mikla vörn fyrir bak hestsins, mjög létt og þunn og býður einstaka öndun og loftstreymi.
Einstök hönnun dýnunnar er fjölmargar bun…
“Piuma” er ítalska og þýðir fjöður (mjög létt og mjúk).
Acavallo er stolt að kynna frábæra nýjung á markaðnum, Piuma Air Release dýnuna. Hún er gerð úr einkar léttu thermoplastic efni sem býður hesti og knapa einstaka kosti. Hún er lítil um sig en gefur mikla vörn fyrir bak hestsins, mjög létt og þunn og býður einstaka öndun og loftstreymi.
Einstök hönnun dýnunnar er fjölmargar bungur með lóðréttum götum sem gefa mikið lárétt loftflæði. Fyrir utan að vera höggvörn í hvert skipti sem bungurnar leggjast saman og þenjast í sundur undan hnakknum sér loftflæðið til þess að bak hestsins helst þurrt. Stór ferkönntuð göt eftir miðlínu dýnunnar auka svo enn loftflæði að baki hestsins.
Vatnsheld dýna sem auðvelt er að halda við. Má þvo á 30°C undir rennandi vatni.
Náttúruvænt og eiturefnalaust efni. Þolir vel miklar hitasveiflur.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.