Ný kynslóð fartölva með hröðum AI NPU, sjálfstæðum AI gervigreindar örgjörva sem skilar allt að 16 billjón AI aðgerðum á sekúndu sem er mikilvæg viðbót í dag þar sem hjálparforrit, orðaskilningur, myndvinnsla, tónlistarvinnsla, forrit, leikir og önnur vinnsla reiðir sig sífellt meira á AI en útreikningar með AI NPU í tölvunni þinni skila meiri hraða og öryggi en tölvur sem reiða sig á internet fyrir sambærilega vinnslu.
Stórglæsileg Nitro V 16S leikjafartölva frá Acer. Í nýju útliti og ekkert nema stútfull af öflugum vélbúnaði. Ryzen 7 gervigreindar AI örgjörvi og Nvidia RTX 5070 skjákort keyra vélina áfram á fullum hraða. Wifi 6E leikjanet, QHD+ 165Hz leikjaskjár með 100% sRGB, FHD vefmyndavél með innbyggðum hljóðnema, baklýst lyklaborð og frábær loftkæling fullkomna svo þessa lúxus leikjavél.
Þú getur auðveldlega virkjað gervigreindarbætta Windows Copilot aðstoðarmanninn með Copilot takkanum á lyklaborðinu. Vefsímtöl eru einnig afgreidd vel þökk sé QHD AI vefmyndavélinni og Tripple hljóðnemanum með AI Noise Reduction og PurifiedVoice™ tækni.