Nýburaskeljarnar frá Elskbar einfalda upphaf fjölskyldunnar í taubleyjum. Kostirnir eru skýrir; Minni þvottur, fljótari þurrkunartími og hagkvæm lausn.
Praktískt og hagkvæmt
Skelin virkar sem vatnsheldur ytri hluti taubleyjunnar, þar sem rakadrægu innleggin eru sett innan í. Snjallræðið við skelina er að það er
ekki
nauðsynlegt að þvo hana eftir hver bleyjuskipti – þú getur …
Nýburaskeljarnar frá Elskbar einfalda upphaf fjölskyldunnar í taubleyjum. Kostirnir eru skýrir; Minni þvottur, fljótari þurrkunartími og hagkvæm lausn.
Praktískt og hagkvæmt
Skelin virkar sem vatnsheldur ytri hluti taubleyjunnar, þar sem rakadrægu innleggin eru sett innan í. Snjallræðið við skelina er að það er
ekki
nauðsynlegt að þvo hana eftir hver bleyjuskipti – þú getur einfaldlega strokið innan úr skelinni með rökum klút og hún er þá tilbúin aftur með nýjum rakadrægum innleggjum. Þú getur skipt um innleggið og notað skelina aftur og aftur, þar til hún verður skítug eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta gerir þessa margnota bleyjulausn bæði praktíska og mjög hagkvæma.
Hönnuð fyrir nýfætt barn
Nýbura skelin er með mjúkum tvöföldum teygjum við lærin sem þýðir tvöföld lekavörn - sem er sérstaklega góð við að halda öllu inni, jafnvel þegar kemur að þunnfljótandi hægðum sem nýburar eiga oft til. Þannig koma ekki hinar margrómuðu „kúkasprengjur“ sem annars eru algengar með einnota bleyjur á nýburastiginu.
Skelin er hönnuð til að vera notuð frá 2,5 kg upp í um 6 kg
og hægt er að stilla hana eftir því sem barnið stækkar með smellum á framhlið bleyjunnar. Annar kostur við skelina er stuttur þurrkunartími, þar sem hún hefur ekki innsaumað rakadrægt efni. Þetta verndar einnig skelina í þvotti, sem eykur endingu hennar verulega.
Flestir foreldrar nýbura sem hafa prófað nýburableyjurnar frá Elskbar eru sammála um það að þessar bleyjur leka nánast aldrei.
Veldu innlegg sem henta þér
Nýbura skelin passar fullkomlega með nýbura innleggi frá Elskbar, sem er úr bambus, þannig að þú færð bleyju sem dregur mjög vel í sig og er mjúk við húð barnsins. Þú getur einnig valið úr ýmsum öðrum innleggjum, eins og t.d. nýburainnleiggin frá Bare and Boho sem við bjóðum upp á, preflats, prefolds og flatar bleyjur. eins og frá Pisi og Puppi. Flest innlegg sem eru ætluð nýburum passa í Nýbura skelina frá Elskbar.
Hve margar nýburaskeljar þarftu?
Hver skel má nota í um það bil þrjár bleyjuskiptingar, sem þýðir að þú ættir að hafa þrjú nýburainnlegg fyrir hverja skel. Ef þú ætlar að nota margnota bleyjur allan daginn mælum við með 8 nýburaskeljum og 24 innleggjum, svo þú hafir alltaf hreina skel og innlegg tilbúin.
Nýburaleigupakkarnir
okkar innihalda nánast eingöngu nýburableyjur frá Elskbar. Við mælum með að þú kynnir þér hann því það er mun hagkvæmara fyrir þig að leigja en að kaupa nýjar nýburableyjur.
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.