Vörumynd

Albertine-æfingarnar – Svarthol nr 3

Anne Carson

„3. Sjálf er Albertine viðstödd eða

nefnd á nafn á 807 blaðsíðum sögunnar.


4. Á ríflega nítján prósentum þessara

blaðsíðna er hún sofandi.“


Albertine er ein dularfyllsta persóna Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Hún er ástmey sögumannsins, tákn fyrir þrá, afbrýðisemi og eignarhald. En hver er hún í raun?

Í þessu rómaða verki nálgast A…

„3. Sjálf er Albertine viðstödd eða

nefnd á nafn á 807 blaðsíðum sögunnar.


4. Á ríflega nítján prósentum þessara

blaðsíðna er hún sofandi.“


Albertine er ein dularfyllsta persóna Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Hún er ástmey sögumannsins, tákn fyrir þrá, afbrýðisemi og eignarhald. En hver er hún í raun?

Í þessu rómaða verki nálgast Anne Carson spurninguna með sínum hárbeitta stíl. Hugleiðingar, orðaleikir, vangaveltur og húmor – hér ægir öllu saman. Albertine-æfingarnar varpa óvæntu ljósi á Proust en ekki síður á flókið samband listar, ástar og valds.

Anne Carson er kanadískt-íslenskt skáld, rithöfundur og fræðimaður, heimsþekkt fyrir einstaka blöndu fræðilegrar texta og tilraunakennds skáldskapar. Verk hennar flétta saman gríska og rómverska menningu, samtímabókmenntir og ljóðlist og einkennast af skarpri innsýn í ást, langanir og ranghala tungumálsins. Meðal þekktustu bóka hennar eru Ævisaga Rauðs, Nox og Fegurð eiginmannsins. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og er eitt virtasta skáld samtímans.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.