Mjúkt og drjúgt andadúns- og merinó bouclégarn sem hentar í allskyns flíkur fyrir allan aldur. Frábært eitt og sér, einfalt eða tvöfalt eða sem fylgiþráður í stað mohair.
Það sem gerir garnið mjúkt er ekki bara merinoullin heldur litlu óvenjulegu andadúns flygsurnar. Flygsurnar eiga það til að vilja flögra í burtu, þrátt fyrir að vera spunnar með garninu, því þarf að vera mjúkhentur og passa…
Mjúkt og drjúgt andadúns- og merinó bouclégarn sem hentar í allskyns flíkur fyrir allan aldur. Frábært eitt og sér, einfalt eða tvöfalt eða sem fylgiþráður í stað mohair.
Það sem gerir garnið mjúkt er ekki bara merinoullin heldur litlu óvenjulegu andadúns flygsurnar. Flygsurnar eiga það til að vilja flögra í burtu, þrátt fyrir að vera spunnar með garninu, því þarf að vera mjúkhentur og passa vel upp á garnið.
Hver dokkar er um 50g eða 260m
INNIHALD
71% merinóull, 24% Polyamide og 5% andadúnn (hvítu flygsurnar)
PRJÓNFESTA
Sléttprjón: 14L gefa 10cm á prjóna 4
Hentar einnig fyrir heklunál nr. 4
Frábært í vefnað sem ívaf.
Sem fylgiþráður hentar þetta garn einkar vel með Angóra & merino garninu frá okkur, en með einfaldan þráð af hvoru tveggja hentar að nota prjóna nr.7.
ÞVOTTALEIÐBEININGAR
Garnið er þvegið og inniheldur því ekki spunaolíu og mun ekki breytast að ráði í þvotti.
Tilbúna flík þarf að handþvo og leggja til þerris.
Garnið er hluti af grænni línu Kind, en við kaupum afganga af lúxusgarni frá verksmiðjum úti í heimi. Við fáum takmarkað magn í hvert sinn og ekki er víst að við fáum sama lit aftur.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.