ANS Switch Farandhleðslustöðin er stillanlega frá 8A upp í 16A (3,6kW) með hnappi á snertiskjá. Á skjánum má einnig sjá upplýsingar um hitastig, hve mikið hefur verið hlaðið í núverandi hleðslulotu, hleðslutíma, bilanir og fleira. Á bakhlið stöðvarinnar eru tæknilegar upplýsingar, tafla sem útskýrir þýðingu LED ljósa og notkunarleiðbeiningar.
Stöðin er fáanleg með hleðslutengli af gerð 1 (T…
ANS Switch Farandhleðslustöðin er stillanlega frá 8A upp í 16A (3,6kW) með hnappi á snertiskjá. Á skjánum má einnig sjá upplýsingar um hitastig, hve mikið hefur verið hlaðið í núverandi hleðslulotu, hleðslutíma, bilanir og fleira. Á bakhlið stöðvarinnar eru tæknilegar upplýsingar, tafla sem útskýrir þýðingu LED ljósa og notkunarleiðbeiningar.
Stöðin er fáanleg með hleðslutengli af gerð 1 (T1) eða gerð 2 (T2).
Nánar:
Notkunarleiðbeiningar:
Athugið að þó stöðins sé vatnsheld er ávallt mælt með því að skýla tenglum og boxi fyrir raka eftir því sem kostur er.
Ástand | Power | Mode | Fault1 | Fault2 |
Upphafsástand | Logar | Blikkar | Blikkar | Blikkar |
Í sambandi við bíl og tengil | Logar | Slökkt | Slökkt | Slökkt |
Hleður | Logar | Blikkar | Slökkt | Slökkt |
Fullhlaðinn (hleðslu lokið) | Logar | Logar | Slökkt | Slökkt |
Sjálfvirk prófun eftir bilun | Logar | Slökkt | Logar | Logar |
Bilun í samskiptum við bíl | Logar | Slökkt | Slökkt | Logar |
Yfir eða undirspenna | Slökkt | Logar | Slökkt | |
Bilun í jarðtengingu | Slökkt | Slökkt | Blikkar | |
Bilun vegna yfirstraums | Logar | Slökkt | Blikkar | Slökkt |
Bilun vegna straumleka | Slökkt | Blikkar | Blikkar | |
Bilun vegna ofhitnunar | Logar | Logar | Logar | Logar |
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.