Diskur úr Arne Clausen línunni frá Lucie Kaas.
Þetta er minni týpan af diskunum úr línunni.
Stærð:
Ø
21 cm
Litur: Hvítur diskur, svo er hægt að fá munstrið í 4 litum.
Efni: Postulín
Lucie Kaas var stofnað þegar listræni hönnuðurinn Esben Gravlev rakst á fallegar viðar fígúrur. Heillaður af sögu hlutana ákvað h…
Lýsing
Upplýsingar
Merki
Diskur úr Arne Clausen línunni frá Lucie Kaas.
Þetta er minni týpan af diskunum úr línunni.
Stærð:
Ø
21 cm
Litur: Hvítur diskur, svo er hægt að fá munstrið í 4 litum.
Efni: Postulín
Lucie Kaas var stofnað þegar listræni hönnuðurinn Esben Gravlev rakst á fallegar viðar fígúrur. Heillaður af sögu hlutana ákvað hann að segja restinni af heiminum hana. Þar setti hann af stað hugmyndina á bak við Lucie Kaas. Á snærum Lucie Kaas er bæði að finna hönnuði fortíðar sem og hönnuði framtíðarinnar.
Arne Clausen (1923-1977) er eitt af best geymdu leyndarmálum skandinavíu. Lotus munstrið var upprunlega á enamel/ál eldhúsvörum eins og tildæmis tekatli og pottum. Vörurnar voru framleiddar af norska fyrirtækinu Cathrineholm. En Arne Clausen starfaði þar og er hönnuðurinn á bakvið Lotus munstrið. Vörurnar nutu mikilla vinsælda þegar þær komu út árið 1965. Hægt er að kaupa upprunalegu vörurnar dýrum dómum á mörkuðum og uppboðsvefsíðum á borð við ebay. En Cathrineholm hætti 1970. En Lucie Kaas í samstarfi við fjölskyldu Arne Clausen endurvöktu Lotus munstrið fallega á keramik munum