Eftir rithöfundinn og myndlistarkonuna Ástu Sigurðardóttur liggur fjöldi smásagna, ljóða og myndverka. Með verkum sínum braut hún blað í íslenskri bókmenntasögu. Hún var með fyrstu íslensku módernísku höfundunum og skrifaði um ýmis málefni sem tengjast reynsluheimi kvenna og sem legið höfðu; og liggja jafnvel enn; í þagnarhjúpi, til dæmis nauðganir, ofbeldi, fátækt, fordóma og drykku kvenna.
…
Eftir rithöfundinn og myndlistarkonuna Ástu Sigurðardóttur liggur fjöldi smásagna, ljóða og myndverka. Með verkum sínum braut hún blað í íslenskri bókmenntasögu. Hún var með fyrstu íslensku módernísku höfundunum og skrifaði um ýmis málefni sem tengjast reynsluheimi kvenna og sem legið höfðu; og liggja jafnvel enn; í þagnarhjúpi, til dæmis nauðganir, ofbeldi, fátækt, fordóma og drykku kvenna.
Í bókinni birtast níu greinar um verk Ástu og ævi hennar. Meðal annars er rætt um ímynd Ástu, jarðarsetningu sögupersóna og samspil veruleika og skáldskapar. Með hliðsjón af smásögum Ástu og ljóðum er komið inn á ástandið, tálkvendið, ofbeldi, vald og valdleysi og samskynjun auk þess sem verk hennar eru sett í samhengi við erlenda bókmennta- og listastrauma. Þá skrifa sjö skáldkonur texta innblásna af listsköpun Ástu og verk eftir hana, bæði textar og myndlist, prýða bókina.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.