Vörumynd

Azul: Summer Pavilion

Þegar handverksmenn Manuel I, konungs Portúgals höfðu klárað hallirnar Evora og Sintra, þá lagði hann fyrir þá að smíða sumarhöll til að heiðra frægustu meðlimi konungsfjölskyldunnar. Aðeins hæfileikaríkustu handverksmennirnir komu til greina — þeir sem gátu mætt ítrustu kröfum konungsfjölskyldunnar. Því miður lést konungurinn áður en vinnan við höllina hófst. Í Azul: Summer Pavilion , eru leikme…
Þegar handverksmenn Manuel I, konungs Portúgals höfðu klárað hallirnar Evora og Sintra, þá lagði hann fyrir þá að smíða sumarhöll til að heiðra frægustu meðlimi konungsfjölskyldunnar. Aðeins hæfileikaríkustu handverksmennirnir komu til greina — þeir sem gátu mætt ítrustu kröfum konungsfjölskyldunnar. Því miður lést konungurinn áður en vinnan við höllina hófst. Í Azul: Summer Pavilion , eru leikmenn aftur staddir í Portúgal og eiga að klára þetta verkefni sem aldrei hófst. Sem meistari í handverki þarftu að nota besta hráefnið til að byggja sumarhöllina og gæta vandlega að því að sóa ekki hráefni. Aðeins þeir bestu munu standa undir nafni og heiðra portúgölsku konungsfjölskylduna. Þetta er þriðja Azul spilið, en það fyrsta var valið Spil ársins (Spiel des Jahres) árið 2018. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2021 Gra Roku Family Game of the Year - Sigurvegari 2020 UK Games Expo Best Abstract Game People's Choice - Sigurvegari 2020 UK Games Expo Best Abstract Game - Tilnefning 2020 International Gamers Award - General Strategy - Tilnefning 2019 Meeples' Choice - Tilnefning 2019 Golden Geek Best Family Board Game - Tilnefning https://youtu.be/YvM2r9hmU_M

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.