Frábær óvatteraður og mikið þróaður skíðajakki fyrir konur. Jakkin er mjög lipur, PFC-laus og það er hægt að lofta um framhandlegginn. Hann er með Supratex himnu sem gerir hann vatnsheldan upp að 20.000mm og er með hámarks öndunareiginleika. Hettuna er hægt að taka af. Framan á ermum, við úlnið er teygjanlegt stroff með gati fyrir þumal og svo franskur rennilás til að þrengja. Rennilásar eru vatn…
Frábær óvatteraður og mikið þróaður skíðajakki fyrir konur. Jakkin er mjög lipur, PFC-laus og það er hægt að lofta um framhandlegginn. Hann er með Supratex himnu sem gerir hann vatnsheldan upp að 20.000mm og er með hámarks öndunareiginleika. Hettuna er hægt að taka af. Framan á ermum, við úlnið er teygjanlegt stroff með gati fyrir þumal og svo franskur rennilás til að þrengja. Rennilásar eru vatnsþéttir og saumar eru teipaðir. Þessi jakki er virkilega lipur og efnið er teygjanlegt. Einnig er hægt að loka honum að innan við mjaðmir svo enginn snjór berist að miðsvæði. Það er vörn efst á aðalrennilásnum svo hann renni ekki í hökuna og teygjur sem hægt er að þrengja neðst. Það eru 2 hliðarvasar, vasi fyrir skíðapassa, vasi að innanverðu með rennilás og vasi að innan fyrir skíðagleraugu. Þvottaleiðbeiningar: Þvo í þvottavél á eða undir 30°C. Notið ekki mýkingarefni eða bleikiefni. Má ekki þurrka í þurrkara. Supra-tex 20.000 Extreme himnan er með 20.000mm vatnsheldni og öndunareiginleikana 20.000 g/fm/24 klst. Himnan tryggir hámarks virkni og þægindi. Saumar eru teipaðir og rennilásar eru vatnsþéttir. Þar af leiðandi algjörlega vatnsheld og vindheld úlpa með bestu mögulegu öndun og hentar vel í krefjandi aðstæður, jafnvel eftir endurtekinn þvott. - Vatnsheldni: allt að 20.000 - Vindheldni - Frábær öndun - Teipaðir saumar - Slitsterk