Mjög góðar alhliðabuxur með góðum eiginleikum í flesta útivist. Þær er hægt að stytta tvisvar, bæði í Bermuda sídd og Capri sídd. Þær þorna hratt og eru úr vatnsfráhrindandi efni. Þær eru teygjanlegar og sniðið býður upp á gott hreyfingafrelsi. Það eru góðir vasar á þeim, buxnastrengurinn er stillanlegur og það kemur belti með þeim. Þær eru með flís að innan og rennilás neðst á sk…
Mjög góðar alhliðabuxur með góðum eiginleikum í flesta útivist. Þær er hægt að stytta tvisvar, bæði í Bermuda sídd og Capri sídd. Þær þorna hratt og eru úr vatnsfráhrindandi efni. Þær eru teygjanlegar og sniðið býður upp á gott hreyfingafrelsi. Það eru góðir vasar á þeim, buxnastrengurinn er stillanlegur og það kemur belti með þeim. Þær eru með flís að innan og rennilás neðst á skálmum. Þessar buxur hafa verið vinsælar sem göngu og útivistarbuxur vegna góðra eiginleika. Þvottaleiðbeiningar: Þvo í þvottavél á eða undir 30°C. Vinsamlegast ekki nota mýkingarefni eða bleikiefni. Má ekki þurrka í þurrkara.