Það var árið 1933 sem ítalski verkfræðingurinn Alfonso Bialetti hannaði hina byltingakenndu mokkakönnu og varð fyrirtækið í kjölfarið einn fremsti ítalski framleiðandi á kaffivélum. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim. Ásamt mokkakönnunni framleiðir Bialetti nú…
Það var árið 1933 sem ítalski verkfræðingurinn Alfonso Bialetti hannaði hina byltingakenndu mokkakönnu og varð fyrirtækið í kjölfarið einn fremsti ítalski framleiðandi á kaffivélum. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim. Ásamt mokkakönnunni framleiðir Bialetti nú ýmsa aukahluti og smávörur fyrir kaffiunnendur.Carosello espresso bollarnir koma fjórir saman í flottum gjafapakka. Flottir espresso bollar úr postulíni með skemmtilegum Bialetti myndskreytingum. Kaffibollarnir taka hver um sig 80 ml sem er hentugt fyrir eitt skot af espresso.