Vörumynd

Birna Daníelsdóttir. Farvavinur #1

Farvi

Verk eftir Birnu Daníelsóttir af sýningunni "Barlóma otunareyrir" sem nú stendur yfir í Farva, Álfheimum 4, Reykjavík. Síðasti sýningardagurinn er Þorláksmessa.

Birna Daníelsdóttir (f. 1981).

Birna er með meistaragráðu í sjávarlíffræði og hefur meðal annars starfað við hvalatalningu og sem sérfræðingur í örverufræði og svo vill svo skemmtilega til að hún býr í 1…

Verk eftir Birnu Daníelsóttir af sýningunni "Barlóma otunareyrir" sem nú stendur yfir í Farva, Álfheimum 4, Reykjavík. Síðasti sýningardagurinn er Þorláksmessa.

Birna Daníelsdóttir (f. 1981).

Birna er með meistaragráðu í sjávarlíffræði og hefur meðal annars starfað við hvalatalningu og sem sérfræðingur í örverufræði og svo vill svo skemmtilega til að hún býr í 104 Reykjavík eins og Farvi!

Árið 2020 lét Birna gamlan draum rætast og hóf diplómanám í teikningu við Myndlistaskólann í Reykjavík. Frá útskrift hefur hún starfað sjálfstætt sem myndhöfundur og hennar fyrsta bók Ég bý í risalandi kom út í haust. Fyrir þá bók hlaut Birna Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin 2025.

Birna á instagram

UM SÝNINGUNA BARLÓMA OTUNAREYRIR

Sýningin er innblásin af fjölskylduleik sem hefur fylgt Birnu og hennar nánustu árum saman – Orðabókaleiknum . Leikurinn hefur verið spilaður á annan í jólum, ósjaldan fram á nótt, og gengur út á að finna sjaldgæf orð og skapa nýjar merkingar. Hann hefur verið uppspretta hláturs og sköpunar í fjölskyldunni.

Birna ákvað að færa þessa leikgleði inn í myndlistina þegar hún fékk tækifæri til að sýna í Farva, hjarta Laugardalsins og Orðabókaleiksins . Hún hóf að fletta orðabókum og velja orð sem sjaldan sjást í daglegu tali. Með Risoprent-tækninni skapaði hún litríkar, tröllvaxnar fígúrur, sem hún kallar Barlóma, gefa þessum gleymdu orðum nýtt líf og persónuleika. Verkin endurspegla bæði tilviljun og leikandi nálgun – þar sem orð verða að myndum og fá nýja merkingu í gegnum litadýrð og form.

Sýningin er þannig brú milli tungumáls og myndlistar, þar sem orðabókin – oft gleymd í hillunni – verður uppspretta sköpunar. Sumir fjölskyldumeðlimir Birnu hafa jafnvel velt fyrir sér hvort hún hafi nú of mikil völd í næsta Orðabókaleik !

Verslaðu hér

  • Farvi 546 8225 Álfheimum 4, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.