Vörumynd

Blephaclean blautklútar við hvarmabólgu

Blephaclean er klínísk viðurkennd vara sem virkar vel gegn hvarmabólgu. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Hann er talinn vera ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla. Fitukirtlarnir búa til fitubrák ofan á tárunum svo þau haldist og smyrji næginlega, annars guf…
Blephaclean er klínísk viðurkennd vara sem virkar vel gegn hvarmabólgu. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Hann er talinn vera ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla. Fitukirtlarnir búa til fitubrák ofan á tárunum svo þau haldist og smyrji næginlega, annars gufa tárin hratt upp og renn niður kinnarnar. Því eru þurr augu oft fylgifiskar hvarmabólgu. Hvarmabólga getur valdið augnloksþrymslum eða vogris og þá geta lyf einnig stuðlað að hvarmabólgu t.d. sum krabbameinslyf og húðþrymlalyf en hvarmabólga er afar algeng í ýmsum húðsjúkdómum, s.s. flöxuexemi og rósroða, enda eru hvarmarnir húðfellingar í kringum augun.  Helstu einkenni hvarmabólgu: Sviði Óskýr sjón Aðskotatilfinning, pirringur Smákláði Roði í hvörmum og augum Óþægindi í augum eftir tölvuvinnslu, lestur eða við áhorf á sjónvarp Bjúgur á hvörmum Oft er erfitt að greina á milli einkenna hvarmabólgu og þurra augna. Þurr augu og hvarmabólga koma oft fram saman og þarf því oft að meðhöndla hvort tveggja. Daglegt hreinlæti á augum er afar mikilvæg í bland við heita bakstra fyrir árangursríka meðferð á mismunandi augnvandamáluum eins og hvarmabólgu, þurrum augum, slími vegna ofnæmis og fleira.

Verslaðu hér

  • Eyesland gleraugnaverslun 510 0110 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.