Vörumynd

Blue Tees Player+ GPS Hátalari

Blue Tees

Blue Tees Player+ GPS Speaker

Hinn eini sanni hátalari fyrir golfvöllinn!

Áður en við höldum lengra þá eru það þessi tvö atriði sem heilla okkur mest við Players+ hátalarann frá Blue Tees.

1) Segullinn, þú smellir honum einfaldlega á grindina á golfbílnum og þannig er auðvelt að nálgast skjáinn á honum fyrir skipanir og GPS notkunina.

2) Pörunin við aðra Blue Tees hátalara, hve…

Blue Tees Player+ GPS Speaker

Hinn eini sanni hátalari fyrir golfvöllinn!

Áður en við höldum lengra þá eru það þessi tvö atriði sem heilla okkur mest við Players+ hátalarann frá Blue Tees.

1) Segullinn, þú smellir honum einfaldlega á grindina á golfbílnum og þannig er auðvelt að nálgast skjáinn á honum fyrir skipanir og GPS notkunina.

2) Pörunin við aðra Blue Tees hátalara, hver þekkir ekki að það eru sitthvorir lagalistarnir í gangi í golfbílunum og svo þegar þið loksins leggið hlið við hlið við flötina eða teiginn blandast tónlistin saman og allir verða pirraðir :) Þetta mál er úr sögunni, vertu með sitthvorn Blue Tees hátalarann í hollinu og einn "DJ" og þið spilið ykkar besta hring og komið í hús í góðu skapi.

Mældu lengdina á drævinu og láttu jafnvel hátalarann segja meðspilurunum þínum hvað þú slóst langt! Sláðu inn skorið þitt, fáðu réttar lengdir, spilaðu uppáhaldslagið þitt á repeat, þú getur nánast allt með Players+ hátalaranum.


Verslaðu hér

  • Prósjoppan 571 6133 Síðumúla 33, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.