Vörumynd

BoT regnábreiða hunda létt

Back on Track® fóðraða ábreiðan heldur hundinum þínum þurrum í öllum veðrum, hvort sem er í vorhreti eða haustrigningum. Flíkin er hönnuð til að hlífa stærstu vöðvum hundsins þíns og hið viðkvæma kvið og nárasvæði. Ábreiðan er gerð úr sterku 600 D Polyester og fóðruð með hinu byltingarkennda Welltex™ keramikefni. Ábreiðan passar vel og er þægileg fyrir hundinn. Á henni eru teygjanlegar lykkj…

Back on Track® fóðraða ábreiðan heldur hundinum þínum þurrum í öllum veðrum, hvort sem er í vorhreti eða haustrigningum. Flíkin er hönnuð til að hlífa stærstu vöðvum hundsins þíns og hið viðkvæma kvið og nárasvæði. Ábreiðan er gerð úr sterku 600 D Polyester og fóðruð með hinu byltingarkennda Welltex™ keramikefni. Ábreiðan passar vel og er þægileg fyrir hundinn. Á henni eru teygjanlegar lykkjur fyrir afturfæturna, framhlutinn er stillanlegur, gat er við hálsinn fyrir taum og endurskin er á hliðum til að auka sýnileika. Ábreiðan kemur í mörgum stæðum en lengd hundsins er mæld frá hálsrót til skottrótar.

Innra efni: 100% polypropylene, ytra efni: 100% polyester

Má þvo á 30°C á kerfi fyrir viðkvæman þvott.

Hið einstaka Welltex keramikefni Back on Track hefur þann eiginleika að endurkasta hita. Efnið er samvirkni fornrar kínverskrar reynslu og nútíma tækni í hönnun vefnaðar. Þessi aðferð við linun sársauka var þróuð í Kína til forna þar sem notaðir voru hitaðir marmarasteinar á sára vöðva. Kínverjar notuðu sérstakan marmara með sérstökum málmoxíðum sem gerðu það að verkum að þeir linuðu sársauka. Málmoxíð endurkasta líkamshita og örva þar með blóðflæði og frumuvirkni. Vinsældir og efturspurn eftir þessum sérstaka marmara jókst hratt og hvatti kínverja til að líta til annarra leirtegunda sem einnig innihalda sömu málmoxíð. Þeir bökuðu þennan leir og formuðu í keramikplötur sem þeir gátu notað á svipaðan hátt og marmarasteinana. Með tímanum fundu þeir þær leirtegundir sem höfðu sömu áhrif og marmarinn. Þessar plötur hafa verið notaðar til að bræða fínt keramikduft í þræðina sem svo eru notaðir til að vefa Welltex efnið. Þetta þýðir að efnið hefur sömu áhrif og keramikplöturnar.

Vel skrásett er að innrauði hitinn eykur blóðflæði. Aukið blóðflæði minnktar vöðvaspennu og hefur fyrirbyggjandi áhrif. Notkun Back on Track varanna fyrir þjálfun og keppni hefur sannað gildi sitt sem mikilvægur liður í að koma í veg fyrir meiðsli. Mannfólk og dýr geisla líkamshita bæði við hvíld og hreyfingu og því má nota Back on Track vörurnar bæði á nóttunni og við þjálfun. Í hvíld er hitageislunin þó minni en þegar líkaminn er í vinnu. Þess vegna er er árangursríkast að nota vörurnar, bæði við hvíld og hreyfingu, á þau svæði sem útsettust eru fyrir meiðslum.

Hvernig skal hefja notkun Back on Track vörunnar?

Það er mikilvægt að byrja hægt að nota vörurnar til þess að líkaminn venjist áhrifum þeirra. Notið vörurnar í mesta lagi í 4 tíma fyrstu 2 – 3 dagana. Ástæðan fyrir þessu er að sumir einstaklingar finna mikið fyrir áhrifum efnisins og geta fundið fyrir óþægindum. Í hestum og hundum geta óþægindin komið fram sem bólga. Þetta gerist vegna aukins blóðflæðis og er til merkis um að keramik efnið virkar vel á vöðvana. Fyrstu óþægindi eða bólga gætu gert vart við sig eftir aðeins nokkurra klukkustunda notkun. Hætta skal notkun vörunnar það sem eftir lifir þess dags og nota hana í smá skömmtum næstu daga til að líkaminn venjist áhrifunum.

Eftir kynningartímann má auka notkunartímann til allt að 8 tíma á dag og helst lengur. Jákvæð áhrif á stífa vöðva og liði sjást jafnvel eftir svo lítið sem klukkutíma notkun. Langvinnari vandamál geta þurft nokkurra daga notkun, allt að 10-20 daga, áður en ákjósanlegur árangur næst. Svo skal nota vörurnar eins og þér finnst virka best. Gott getur verið að nota vörurnar í einhven tíma og taka svo pásu, eða minnka hversdagslega notkun við hreyfingu eða til dæmis á nóttunni.

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.